Sigurbjörg Jóhannsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Sigurbjörg, sem er fædd árið 1987, hefur leikið allan sinn feril með Fram.
Sigurbjörg lék frábærlega með Fram fyrri hluta síðasta tímabils en sleit krossbönd í leik gegn ÍBV í lok janúar og missti af þeim sökum af restinni af tímabilinu.
Sigurbjörg, sem skoraði 72 mörk í 15 leikjum með Fram í veur, var valin besti leikmaður fyrri umferðar Olís-deildar kvenna og ein af þremur sem voru tilnefndar sem besti leikmaður deildarinnar á lokahófi HSÍ um helgina.
Sigurbjörg áfram hjá Fram næstu tvö árin

Tengdar fréttir

Sigurbjörg: Kom aldrei til greina að hætta
Besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, er úr leik með slitið krossband. Þetta er í annað sinn sem hún slítur krossband.

Sigurbjörg er með slitið krossband
"Innst inni var ég að búast við þessu þannig að þetta kom mér ekki á óvart," sagði besti leikmaður Olís-deildar kvenna í vetur, Sigurbjörg Jóhannsdóttir, en hún er með slitið krossband.