Guðmundur bætti stöðu sína á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar 31. maí 2015 13:45 Guðmundur Ágúst er að gera góða hluti í háskóladeildinni í Bandaríkjunum. MYND/EAST TENNESSEE STATE Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR, bætti stöðu sína verulega á lokamóti NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum í gær. Guðmundur Ágúst, sem keppir fyrir East Tennessee State háskólann, lék á pari vallar eða 72 höggum. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 78 höggum en hann fór holu í höggi á þeim hring. Guðmundur er annar íslenski kylfingurinn sem nær að komast í úrslitamót NCAA háskólakeppninnar í Bandaríkjunum. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, og sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék á þessu móti árið 1988. Aðeins bestu háskólaliðin í Bandaríkjunum eru með í liðakeppninni á þessu móti. Guðmundur keppir í einstaklingskeppninni en skólalið hans náði ekki að komast í lokamótið. Eftir hringinn í gær fór Guðmundur Ágúst upp um 30 sæti í keppni einstaklinga en hann er í 60. sæti af alls 156 keppendum. Guðmundur hóf keppni á 10. teig í gær og byrjaði hann með tveimur fuglum í röð. Hann tapaði síðan höggum á 13., 15., 18., 2., og 5. Hann lagaði síðan stöðu sína með þremur fuglum í röð á síðustu þremur holunum.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira