Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Blikar unnu toppslaginn Tryggvi Páll Tryggvason á Kópavogsvelli skrifar 9. júní 2015 15:10 Blikar fagna marki sínu í kvöld. vísir/ernir Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Breiðablik vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir að hafa tapað þremur stórleikjum við Stjörnuna í röð sögðu Blikastúlkur skilið við þessa Stjörnugrýlu sem farin var að myndast eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð gegn Stjörnunni.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Fyrir leik höfðu leikmenn beggja liða talað um að þetta yrði baráttuleikur og það reyndist vera hárrétt mat. Fyrstu 25 mínúturnar virtust leikmenn liðanna vera nokkuð stressaðir, feilsendingar voru algengar og mikið um innköst. Strax á 10. mínútu komst Fanndís Friðriksdóttir í gott færi eftir að hún hnoðaði sér í gegnum miðja vörn Stjörnunnar. Sandra Sigurðardóttir í markinu var þó vel á verði og hrifsaði boltann af löppum Fanndísar áður en hún náði skoti. Það var á þessum upphafsmínútum sem jafnræði var á milli liðanna. Stjörnustúlkur sköpuðu sér nokkur hálffæri, það besta líklega á 27. mínútu þegar Írunn Þorbjörg Aradóttir fékk boltann við markteigshorn Blika en skóflaði boltanum hátt yfir. Eftir þetta náðu Blikastúlkur yfirhöndinni og litu varla til baka. Sóknarleikur Blika fór að mestu leyti gegnum Fanndísi en beinskeytt hlaup hennar ollu vörn Stjörnunnar miklum erfiðleikum. Það var eftir eitt slíkt sem Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk tvo virkilega góð færi. Fanndís skeiðaði upp allann völlinn eftir hornspyrnu Stjörnunnar, renndi boltanum á Telmu sem hefði átt að gera betur í tvígang, í fyrra skiptið varði Sandra vel en skot Telmu úr frákastinu fór framhjá. Þetta var formúlan að eina marki leiksins skömmu síðar. Fanndís hljóp upp allan vinstri kantinn, lék á varnarmann Stjörnunnar og renndi boltanum á Telmu sem var ein í teignum og laumaði boltanum framhjá Söndru í markinu. Virkilega vel gert hjá Fanndísi og Telmu sem unnu vel saman í framlínu Blika í kvöld. Blikar höfðu yfirhöndina í seinni hálfleik og yfirleitt var það Fanndís sem olli mestum usla fram á við. Í hvert skipti sem hún fékk boltann tók hún á rás að marki með eitt í huga. Hún var nálægt því að skora á 59. mínútu eftir einn slíkan sprett en aftur var Sandra vel á verði. Þegar um hálftími var eftir bökkuðu Blikastúlkur og leyfðu Stjörnustúlkum að sækja á sig. Vörn Blika hélt þó vel og Stjörnunni tókst ekki að skapa sér eitt einasta opið færi í seinni hálfleik. Á 70. mínútu fór Fanndís út af og virtist hún halda í aftanvert lærið er hún gekk útaf. Stjarnan freistaði þess að ná í jöfnunarmarkið en allt kom fyrir ekki og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Vilhjálmur Alvar, ágætur dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Gríðarlega mikilvægur sigur hjá Breiðablik sem tyllti sér á topp Pepsi-deildar kvenna og er með fjögurra stiga forustu á Stjörnuna, fjögur stig sem gætu skilið á milli Íslandsmeistaratitilsins og 2. sætisins þegar stigin verða talin í haust.Rakel Hönnudóttir í baráttunni.Vísir/ErnirRakel: Komu brjálaðar til leiks Rakel Hönnudóttir fyrirliði Blika var að vonum ánægð með stigin þrjú hér í kvöld. Að hennar mati spilaði tapið gegn Stjörnunni á föstudag stóran þátt í sigri Breiðabliks í kvöld. „Við vorum náttúrulega pirraðar og reiðar yfir því að hafa tapað honum og líka að hafa tapað tveimur áður. Þannig að við komum brjálaðar til leiks. Það gáfu allar 150% prósent í leikinn og við uppskárum sigur,“ sagði Rakel. „Við vildum þetta aðeins meira. Þetta eru alltaf hörkuleikur á milli þessara liða og yfirleitt er það það sem skilur á milli.“Ásgerður Stefanía: Fá ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var þó ekki á sama máli og taldi sigurhrinu Stjörnunnar á Breiðabliki ekki skipta þær neinu máli hér í kvöld „Við fáum ekki þrjú stig fyrir að vera meistarar meistaranna. Við pældum ekkert í því. Kannski þeir sem eru fyrir utan okkur pæla meira í einhverjum innbyrðisviðureignum við Breiðablik. Við pældum bara í þremur stigum í Kópavoginum í dag,“ sagði hún við Vísi eftir leik. Aðspurð um aðrar ástæður fyrir tapinu sagði hún að það hefði vantað 5-10% upp á frammistöðu Stjörnunnar í kvöld: „Þetta er bara hörkuleikur sem gat dottið báðum megin alveg eins og á föstudaginn. Það vantaði kannski þessi 5-10% í þessum leik sem við höfðum í leiknum á föstudaginn.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá þessum liðum og næstu leikir eru toppslagir þegar Stjarnan tekur á móti Þór/KA og Breiðablik heimsækir Val.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira