Rúnar Már: Vonast til að komast í betra lið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 14:11 Rúnar á æfingunni í morgun. vísir/valli „Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vera kominn heim og stoltur og ánægður að vera í landsliðinu,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun en liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Rúnar hefur verið viðloðandi landsliðið undanfarin ár en gerir hann sér vonir um að spila eitthvað á föstudaginn? „Ég er ekki með neinar kröfur en ég er ekki kominn hingað til að dást að frábærum leikmönnum landsliðsins. Ef þjálfararnir gefa mér mínútur er ég tilbúinn að spila.“ Rúnar leikur með GIF Sundsvall í Svíþjóð og hefur gert síðan 2013. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrra og er sem stendur í 13. sæti deildarinnar. „Við byrjuðum mjög vel og höluðum inn fullt af stigum, sérstaklega á heimavelli, en það hefur gengið illa að undanförnu. Við spilum flottan fótbolta en við náum ekki að skora. „En ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Við föllum ekkert, við erum nógu góðir til að halda okkur uppi. Þegar þetta fer loksins að falla með okkur förum við að halda inn stig,“ sagði Rúnar en hvernig hefur honum gengið persónulega á sínu fyrsta tímabili í sænsku úrvalsdeildinni. „Nokkuð vel. Ég var meiddur allt undirbúningstímabilið og var klár rétt fyrir fyrsta leik. Ég er ekki i eins góðu formi og ég hefði viljað vera í en finn að ég verð betri og betri með hverjum leiknum,“ sagði Rúnar sem hefur hug á því að spila með sterkara liði í framtíðinni. „Ég vonast eftir að geta farið eftir þetta ár. En það eru margir sem eru að renna út á samning þannig að það er mikil óvissa hjá félaginu. En eins og staðan er núna lítur þetta ekkert alltof vel út, það gengur illa að semja við leikmenn. „Ég vonast til að standa mig, haldast heill og verða vonandi seldur eftir tímabilið. En eitt ár í viðbót í Sundsvall er ekkert hræðilegt,“ sagði Rúnar að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Strákarnir æfðu í Dalnum | Myndir Íslenska landsliðið í fótbolta á fullu í undirbúningi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudagskvöldið. 9. júní 2015 14:00
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50