Það var létt yfir mannskapnum, en fyrri hluti hópsins mætti klukkan 11.00 til að sinna fjölmiðlum í hálftíma áður en æfing hófst. Þeir sem „sluppu“ við viðtöl í dag verða svo til taks fyrir fjölmiðla á æfingu morgundagsins.
Ísland og Tékkland eru efstu liðin í 1. riðli undankeppninnar, en sigur hjá Tékkum fer langt með að gulltryggja liðið til Frakklands enda er það taplaust. Sigur Íslands kemur strákunum okkar í frábæra stöðu.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalnum í morgun og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.
Sjá einnig:
Alfreð:Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað
Ari Freyr með á æfingu:Átti ekki nógu gott tímabil
Eiður Smári:Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi
Rúrik:Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi







