Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 12:24 Rúrik í vináttulandsleik gegn Belgíu í fyrra. vísir/getty „Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
„Það er alltaf gott að koma heim og það er svo mikið í húfi sem gerir verkefnið ennþá meira spennandi,“ sagði Rúrik Gíslason fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. Framundan er leikur gegn Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn en eftirvæntingin fyrir þennan stórleik er mikil. Rúrik segir að spennan sé nánast áþreifanleg. „Það seldist strax upp á leikinn og það er ótrúlegur áhugi á leiknum og jákvæð stemmning í kringum hann. Fólk ætlast til að við vinnum og við ætlumst líka til þess sjálfir.“ Rúrik leikur með FC Köbenhavn sem lenti í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, auk þess sem liðið vann bikarmeistaratitilinn eftir sigur á Vestsjælland í framlengdum úrslitaleik. „Það eru alltaf viss vonbrigði þegar FCK verður ekki meistari. En við reynum að finna ljósa punkta í þessu, við urðum bikarmeistarar og enduðum með fleiri en meistararnir í fyrra,“ sagði Rúrik sem veit ekki hvað tekur við hjá honum sjálfum - hvort hann verður áfram í herbúðum FCK þar sem hann hefur leikið síðan 2013. „Ég veit það ekki. Það er óvíst. Ég á eitt ár eftir af samningnum mínum. Landsleikurinn er það sem skiptir máli núna og svo sjáum við til,“ sagði landsliðsmaðurinn en er eitthvað í kortunum hjá honum? „Er ekki alltaf eitthvað í kortunum? Ég veit það ekki, það eru alltaf einhverjar sögusagnir á kreiki. Maður veit s.s. ekki hvað er rétt og rangt í þessu,“ sagði Rúrik sem vildi ekki ræða um meintan áhuga þýska B-deildarliðsins Nürnberg á honum. En hefur hann áhuga á að vera áfram í Danmörku? „Já, mér líður frábærlega í Kaupmannahöfn og þetta er einstakur klúbbur. Ég get þess vegna hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir ferilinn. Manni líður það vel þarna,“ sagði Rúrik að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30
Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Markahæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi gæti verið í betra standi fyrir landsleikinn gegn Tékkum. 9. júní 2015 12:19
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50