Eiður Smári: Stefnan hjá Bolton á ekki bara að vera að halda sér uppi Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júní 2015 12:19 Eiður Smári Guðjohnsen var eftirsóttur af fjölmiðlum í morgun. vísir/valli Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mættur á æfingu íslenska landsliðsins í morgun, en strákarnir okkar mæta Tékkum í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Eiður kom af krafti inn í íslenska liðið á ný þegar strákarnir unnu Kasakstan í lok mars, en þar skoraði Eiður sitt 25. landsliðsmark. Hann hætti við að leggja skóna á hilluna síðasta sumar og gekk í raðir Bolton í ensku B-deildinni, en síðasta ár hefur verið nokkuð gott hjá honum. Eiður byrjaði að spila aftur og sló í gegn hjá Bolton þar sem hann skoraði fimm mörk í 19 leikjum. Þá eignaðist hann sitt fjórða barn nýverið.Eigum að stefna hærra „Þetta hefur verið gott í fótboltanum miðað við hvernig staðan var fyrir ári síðan. Þá var ekki vitað hvert þetta myndi stefna,“ sagði Eiður Smári við íþróttadeild í morgun. „Miðað við að koma til Bolton í lok desember var þetta gott. Ég spilaði fullt af leikjum sem var mjög fínt,“ sagði Eiður sem verður að öllum líkindum áfram hjá liðinu. Bolton var í miklum vandræðum við botn deildarinnar þegar Eiður kom, en það sigldi upp töfluna eftir að Eiður gekk í raðir liðsins. „Það var fínt að halda okkur uppi en stefnan hjá Bolton ætti að vera meiri en að halda okkur bara uppi í B-deildinni,“ sagði Eiður.Aðeins of langt á milli leikja Eiður er í fínu formi og spenntur fyrir leiknum á föstudaginn, en hann viðurkennir þó að standið gæti verið betra. „Standið er fínt, en tímasetningin á leiknum er ekki alveg sú besta þar sem deildin kláraðist annan maí, fyrir rúmum mánuði síðan,“ sagði Eiður sem er þó klár í slaginn. „Ég tók smá hvíld fyrstu dagana eftir tímabilið til að hlaða batteríin og kom mér svo af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49 Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24 Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Alfreð: Sé þjónustu minnar ekki óskað skoða ég eitthvað annað Framherji íslenska landsliðsins naut fyrsta tímabilsins hjá Real Sociedad þrátt fyrir mikla bekkarsetu. 9. júní 2015 11:49
Rúrik: Alltaf einhverjar sögusagnir í gangi Rúrik Gíslason vildi lítið gefa upp um framtíð sína. 9. júní 2015 12:24
Ari Freyr með á æfingu: Átti ekki nógu gott tímabil Ari Freyr Skúlason var mættur á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í morgun. 9. júní 2015 11:50