Greiðfært upp að stíflu við Hítarvatn Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2015 19:55 Flott veiði úr Hítarvatni í fyrra Mynd: Karl Bartels Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16# Stangveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði
Hítarvatn er eitt skemmtilegasta veiðivatnið til að kíkja í við sumarbyrjun enda er veiðin þar oft mjög góð þegar vatnið fer að hlýna. Vatnið opnaði fyrir veiði síðustu helgi og samkvæmt fréttum á vef Veiðikortsins þá er oðrið greiðfært upp að stíflu og nýbúið að hefla veginn. Austurleiðin er illfær og ekki mælt með því að aka hana nema á sérstaklega vel búnum bílum. Einhverjir veiðimenn hafa þegar lagt leið sína upp að vatni og hafa samkvæmt fréttum frá Veiðikortinu veitt ágætlega. Veiðin í vatninu getur verið mjög góð þegar réttar aðstæður eru fyrir hendi og þegar fyrstu heitu dagarnir eru í Hítardal getur hreinlega verið mokveiði. Bestu flugurnar fyrst á veiðitímanum eru gjarnan straumflugur eins og Nobbler, Dentist, Heimasætan og Mickey Finn en púpurnar koma svo sterkar inn þegar líður á veiðitímann og þá eru það hefðbundnar flugur eins og Krókurinn, Taylor, Peacock, Alma Rún og Killer og þá gjarnan í stærðum 10-16#
Stangveiði Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Skemmtileg vefsíða um tölfræði í laxveiði Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði