Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona, segir að mark hans í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi hafi verið það mikilvægasta á hans ferli.
Rakitic skoraði fyrsta mark Barcelona í 3-1 sigri á Juventus, en Alvaro Morata jafnaði metin. Luis Suarez og Neymar bættu svo við mörkum í síðari hálfleik fyrir Börsunga sem hömpuðu titlinum.
„Þetta var úrslitaleikur. Það er eðlilegt að við höfum þurft að leggja okkur fram og þeir komust inn í leikinn eftir þeir jöfnuðu," sagði Rakitic í leikslok.
„Þetta var ótrúlegur leikur. Mig langar að óska Juventus til hamingju. Þetta var líklega mitt mikilvægasta mark á ferlinum."
Liðsfélagar Rakitic grínuðust eftir leik að nú þyrfti Króatinn að raka af sér hárið vegna sigursins. Rakitic hélt nú ekki.
„Ég held ekki. Ég er með byssu inn í búningsherbergi," sagði Rakitic að lokum.
Tímabilið er lyginni líkast hjá Rakitic. Hann gekk í raðir Barcelona fyrir tímabilið, en hann vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili með liðinu; Meistaradeildina, spænska bikarinn og spænsku deildina.
Rakitic: Markið í gær það mikilvægasta á mínum ferli
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
