Ber að skoða hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:19 Róbert Marshall og Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Vísir/GVA Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar eru sammála um að það beri að skoða hagsmunatengsl á milli Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Vefpressunnar ehf. og DV. ehf, í ljósi fregna af fjárkúgunarmálinu. Í upphafi vikunnar voru sagðar fréttir af því að systur Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hefðu verið handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að hafa reynt að fjárkúga Sigmund Davíð. Var greint frá því í kjölfarið að þær hefðu hótað forsætisráðherra að ef hann myndi ekki verða við fjárkúgunarkröfu þeirra þá myndu þær koma upplýsingum til fjölmiðla sem áttu að koma honum illa. Voru þessar upplýsingar sagðar tengjast samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. sem átti sér stað í lok ársins 2014. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, var gestur í Vikulokunum á Rás 1 fyrr í dag ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall sagði að draga þyrfti frá í þessu fjárkúgunarmáli, sem snýr að Sigmundi Davíð, því vísbendingar séu um að hann hafi haft afskipti af eigendaskiptum á fjölmiðli sem gekk mjög hart fram í Lekamálinu svokallaða sem leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.Skiptir ekki máli hvernig vísbendingar koma fram „Það skiptir engu máli hvernig þær vísbendingar eru komnar fram. Það þarf að draga frá í því máli. Það má ekki vera neinn vafi um það að hann hafi ekki haft afskipti af þessum viðskiptum. Það er eðlilegt að það sé rannsakað og það er eðlilegt að það sé spurt út í það, og það er sjálfsögð krafa, alveg burt séð frá því hvernig vísbendingarnar eru fram komnar, að hann svari fyrir þetta. Vegna þess að efasemdir um þetta atriði, það er ekki hægt að búa við þær, það verður að vera traust á milli almennings og forsætisráðherra í landinu,“ sagði Róbert.Malín og Hlín hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra en þær vildu milljónir fyrir að upplýsa ekki um meint tengsl Sigmundar við Björn Inga.Vísir/ValliHann minnti á að ekki væri um eitthvað bandarískt réttardrama að ræða. „Að upplýsingar hafi verið fengnar með ólögmætum hætti, þess vegna megi ekki nota þær. Þetta eru vísbendingar og vísbendingar berast til blaðamanna og inn í opinbera umfjöllun með öllum mögulegum hætti. Þegar menn tala um að sýna beri aðgát í nærveru sálar í þessum efnum, þá er ekki átt við Björn Inga Hrafnsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þetta eru opinberir einstaklingar, annar er eigandi fjölmiðilsins og hinn er forsætisráðherra í landinu, þeir bara verða að svara.“Ber að skoða Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagðist geta fallist á að þingmönnum ber að skrá hagsmuni sína á Alþingisvefnum. „Þar sem okkur ber að gera grein fyrir því ef við eigum í fyrirtækjum eða kaupum í fyrirtækjum eða seljum hlut okkar hvað sem tengir okkur við annað en það sem við fáumst við frá degi til dag við að reyna að setja landinu lög. Að því leyti til þá ber okkur, jafnt ráðherrum sem öðrum, að skrá slíka hagsmuni, og ég held að engir slíkir hagsmunir séu skráðir hjá umræddum ráðherra,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði alveg sama hvaða ráðherra ætti í hlut, það muni ekki ganga að ráðherrar Íslands eigi í fjölmiðlum. „Það er grundvallaratriði sem ekki samræmast á nokkurn hátt. Þar eru svo augljós hagsmunatengsl ef slíkt væri upp á borðinu. Báðir hafa þeir staðfastlega neitað og þar til annað kemur í ljós hlýtur það að vera hið eina rétta. Ég get fallist á að þegar svona athugasemdir koma fram þá ber að skoða og þá ítreka ég að mér er alveg sama hvaða ráðherra eða þingmaður ætti í hlut. Því við erum undir það seld að fjölmiðlar bæði fjalli um okkur persónulega og prívat og svo fjall þeir um störf okkar sem slík og það væri ansi langt gengið ef við ættum svo hagsmuna að gæta í fjölmiðla og gætum þannig tryggt að hann talaði illa um andstæðinginn og vel um okkur.“Afskipti af viðskiptum Róbert sagði að málið gæti einnig snúist um afskipti af viðskiptum og nefndir að mögulega hafi verið greitt fyrir lánveitingum. „Mér finnst mörgum spurningum ósvarað. Það eru tengsl við forsætisráðherra og MP-banka sem kemur þarna við sögu. Það eru vísbendingar um einhver tengsl og þá verða menn að gera hreint fyrir sínum dyrum því það er ekki ásættanlegt að það sé gert í yfirlýsingu. Fyrir þá sem þekkja til fjölmiðlunar, fréttamennsku og almannatengsla þá er leiðin til að koma sér hjá óþægilegum spurningum að senda yfirlýsingu. “ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing MP banka: Fjölskyldutengslin hafa legið lengi fyrir Segjast ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini bankans. 3. júní 2015 18:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar eru sammála um að það beri að skoða hagsmunatengsl á milli Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Vefpressunnar ehf. og DV. ehf, í ljósi fregna af fjárkúgunarmálinu. Í upphafi vikunnar voru sagðar fréttir af því að systur Hlín Einarsdóttir og Malín Brand hefðu verið handteknar sunnan Vallahverfisins í Hafnarfirði föstudaginn 29. maí síðastliðinn fyrir að hafa reynt að fjárkúga Sigmund Davíð. Var greint frá því í kjölfarið að þær hefðu hótað forsætisráðherra að ef hann myndi ekki verða við fjárkúgunarkröfu þeirra þá myndu þær koma upplýsingum til fjölmiðla sem áttu að koma honum illa. Voru þessar upplýsingar sagðar tengjast samruna Vefpressunnar ehf. og DV ehf. sem átti sér stað í lok ársins 2014. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, var gestur í Vikulokunum á Rás 1 fyrr í dag ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Róbert Marshall sagði að draga þyrfti frá í þessu fjárkúgunarmáli, sem snýr að Sigmundi Davíð, því vísbendingar séu um að hann hafi haft afskipti af eigendaskiptum á fjölmiðli sem gekk mjög hart fram í Lekamálinu svokallaða sem leiddi til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér sem innanríkisráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs.Skiptir ekki máli hvernig vísbendingar koma fram „Það skiptir engu máli hvernig þær vísbendingar eru komnar fram. Það þarf að draga frá í því máli. Það má ekki vera neinn vafi um það að hann hafi ekki haft afskipti af þessum viðskiptum. Það er eðlilegt að það sé rannsakað og það er eðlilegt að það sé spurt út í það, og það er sjálfsögð krafa, alveg burt séð frá því hvernig vísbendingarnar eru fram komnar, að hann svari fyrir þetta. Vegna þess að efasemdir um þetta atriði, það er ekki hægt að búa við þær, það verður að vera traust á milli almennings og forsætisráðherra í landinu,“ sagði Róbert.Malín og Hlín hafa játað tilraun til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra en þær vildu milljónir fyrir að upplýsa ekki um meint tengsl Sigmundar við Björn Inga.Vísir/ValliHann minnti á að ekki væri um eitthvað bandarískt réttardrama að ræða. „Að upplýsingar hafi verið fengnar með ólögmætum hætti, þess vegna megi ekki nota þær. Þetta eru vísbendingar og vísbendingar berast til blaðamanna og inn í opinbera umfjöllun með öllum mögulegum hætti. Þegar menn tala um að sýna beri aðgát í nærveru sálar í þessum efnum, þá er ekki átt við Björn Inga Hrafnsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þetta eru opinberir einstaklingar, annar er eigandi fjölmiðilsins og hinn er forsætisráðherra í landinu, þeir bara verða að svara.“Ber að skoða Ragnheiður Ríkharðsdóttir sagðist geta fallist á að þingmönnum ber að skrá hagsmuni sína á Alþingisvefnum. „Þar sem okkur ber að gera grein fyrir því ef við eigum í fyrirtækjum eða kaupum í fyrirtækjum eða seljum hlut okkar hvað sem tengir okkur við annað en það sem við fáumst við frá degi til dag við að reyna að setja landinu lög. Að því leyti til þá ber okkur, jafnt ráðherrum sem öðrum, að skrá slíka hagsmuni, og ég held að engir slíkir hagsmunir séu skráðir hjá umræddum ráðherra,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði alveg sama hvaða ráðherra ætti í hlut, það muni ekki ganga að ráðherrar Íslands eigi í fjölmiðlum. „Það er grundvallaratriði sem ekki samræmast á nokkurn hátt. Þar eru svo augljós hagsmunatengsl ef slíkt væri upp á borðinu. Báðir hafa þeir staðfastlega neitað og þar til annað kemur í ljós hlýtur það að vera hið eina rétta. Ég get fallist á að þegar svona athugasemdir koma fram þá ber að skoða og þá ítreka ég að mér er alveg sama hvaða ráðherra eða þingmaður ætti í hlut. Því við erum undir það seld að fjölmiðlar bæði fjalli um okkur persónulega og prívat og svo fjall þeir um störf okkar sem slík og það væri ansi langt gengið ef við ættum svo hagsmuna að gæta í fjölmiðla og gætum þannig tryggt að hann talaði illa um andstæðinginn og vel um okkur.“Afskipti af viðskiptum Róbert sagði að málið gæti einnig snúist um afskipti af viðskiptum og nefndir að mögulega hafi verið greitt fyrir lánveitingum. „Mér finnst mörgum spurningum ósvarað. Það eru tengsl við forsætisráðherra og MP-banka sem kemur þarna við sögu. Það eru vísbendingar um einhver tengsl og þá verða menn að gera hreint fyrir sínum dyrum því það er ekki ásættanlegt að það sé gert í yfirlýsingu. Fyrir þá sem þekkja til fjölmiðlunar, fréttamennsku og almannatengsla þá er leiðin til að koma sér hjá óþægilegum spurningum að senda yfirlýsingu. “
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Yfirlýsing MP banka: Fjölskyldutengslin hafa legið lengi fyrir Segjast ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini bankans. 3. júní 2015 18:31 Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41 Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Yfirlýsing MP banka: Fjölskyldutengslin hafa legið lengi fyrir Segjast ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini bankans. 3. júní 2015 18:31
Björn Ingi segir Sigmund ekki hafa fjármagnað kaup á DV Segir að um mannlegan harmleik sé að ræða. 2. júní 2015 13:41
Fjölmiðlanefnd skoðaði gögn tengd DV í ljósi frétta um fjárkúgun Fengu upplýsingar um eignarhald og yfirráð á sínum tíma. 2. júní 2015 14:54