Fótbolti

Real Madrid staðfestir ráðningu Benitez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Vísir/Getty
Real Madrid staðfesti í morgun að félagið hafi gert þriggja ára samning við Rafael Benitez, sem síðast var stjóri Napoli á Ítalíu.

Benitez tekur við starfinu af Ítalanum Carlo Ancelotti, sem var látinn fara eftir tímabilið sem nú er nýlokið.

Real Madrid birti stutta tilkynningu á heimasíðu sinni í morgun en Benitez verður kynntur fyrir fjölmiðlum á blaðamannafundi í hádeginu í dag.

Benitez hóf þjálfaraferil sinn hjá Real Madrid en hann er fæddur og uppalinn í borginni. Hans fyrsta starf sem aðalþjálfari var hjá Valadolid en hann sló í gegn sem þjálfari Valencia í upphafi síðasta áratugar og var síðar ráðinn til Liverpool.

Benitez hefur einnig þjálfað hjá Inter, Chelsea og nú síðast hjá Napoli, sem fyrr segir.




Tengdar fréttir

Kjaftaði varaforseti Real Madrid af sér?

Missti Eduardo Fernandez de Blas, varaforseti Real Madrid, það út úr sér á fundi með stuðningsmönnum að Rafa Benitez verði næsti stjóri Real Madrid?

Benitez í viðræðum við Real Madrid

Rafael Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, þykir líklegastur til að taka við þjálfun Real Madrid samkvæmt fjölmiðlum á Spáni.

Ancelotti rekinn frá Real Madrid

Carlo Ancelotti hefur verið rekinn sem stjóri Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en Marca greinir frá þessu nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×