Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2015 15:15 Flugufréttir fagna veiðisumrinu með opnu húsi í Veiðivon föstudaginn 5. júní þar sem áskrifendum og öðrum velunnurum verður boðið upp á fjölbreyttar kynningar og afslætti í samstarfi við SVFR, Veiðivon og Veiðikortið. SVFR kynnir þær silungs- og laxveiðiár sem eru í boði fyrir veiðimenn í sumar. Veiðivon býður 20% afslátt á öllum vörum. Veiðikortið verður á tilboði og boðið verður upp á kynningu á fjórum vötnum ásamt því sem sérfræðingar frá Veiðikortinu verða á svæðinu. Nýir eigendur tóku nýlega við keflinu á Flugufréttum og verða þeir á staðnum til að kynna sig og hitta áskrifendur. Boðið verður upp á léttar veitingar og stendur opna húsið frá 16:00 til 19:00 í Veiðvon, Mörkinni 6.Um FlugufréttirFlugufréttir byggja á traustum grunni og hefur fréttabréfið verið sent til tæplega eitt þúsund áskrifenda í tölvupósti á hverjum einasta föstudegi undanfarin 15 ár. Flugufréttir halda einnig út veiðivefnum flugur.is þar sem má finna hafsjó af fróðleik um veiði, m.a. veiðistaðalýsingar, hnýtingakennslu og upplýsingar um allar helstu flugurnar. Stangveiði Mest lesið Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði
Flugufréttir fagna veiðisumrinu með opnu húsi í Veiðivon föstudaginn 5. júní þar sem áskrifendum og öðrum velunnurum verður boðið upp á fjölbreyttar kynningar og afslætti í samstarfi við SVFR, Veiðivon og Veiðikortið. SVFR kynnir þær silungs- og laxveiðiár sem eru í boði fyrir veiðimenn í sumar. Veiðivon býður 20% afslátt á öllum vörum. Veiðikortið verður á tilboði og boðið verður upp á kynningu á fjórum vötnum ásamt því sem sérfræðingar frá Veiðikortinu verða á svæðinu. Nýir eigendur tóku nýlega við keflinu á Flugufréttum og verða þeir á staðnum til að kynna sig og hitta áskrifendur. Boðið verður upp á léttar veitingar og stendur opna húsið frá 16:00 til 19:00 í Veiðvon, Mörkinni 6.Um FlugufréttirFlugufréttir byggja á traustum grunni og hefur fréttabréfið verið sent til tæplega eitt þúsund áskrifenda í tölvupósti á hverjum einasta föstudegi undanfarin 15 ár. Flugufréttir halda einnig út veiðivefnum flugur.is þar sem má finna hafsjó af fróðleik um veiði, m.a. veiðistaðalýsingar, hnýtingakennslu og upplýsingar um allar helstu flugurnar.
Stangveiði Mest lesið Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá komin yfir 100 laxa Veiði Laxinn kominn í vötnin í Svínadal Veiði Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Opnunin í Þverá og Kjarrá komin í 130 laxa Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði