Vill ekki kannast við óeiningu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar 2. júní 2015 14:15 Eygló Harðardóttir og Heiða Kristín Helgadóttir. Vísir/Ernir Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir. Umræðan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum á föstudaginn síðasta. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir umfangsmiklum inngripum til að bæta húsnæðiskerfið. Eygló Harðadóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í gærkvöldi. Aðspurð um hvernig þessar aðgerðir tryggðu stöðugleika sagði hún aðgengi að ódýru húsnæði einmitt vera mikilvægan þátt í því. Athygli vekur að aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar eru ríflegar og ganga mjög langt. Ekki er langt síðan að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu miklar áhyggjur af því að kröfurnar sem fram komu opinberlega í aðdraganda verkfalla á almennum vinnumarkaði myndu ýta undir verðbólgu og ógna stöðugleika. Vissulega voru þessar aðgerðir liður í því að liðka fyrir samningum við mjög stóran hóp til langs tíma, en fjármögnun þeirra er óljós og vinna við að tryggja hana mjög stutt á veg kominn. Eygló talaði um að ríkissjóður stæði vel og vinna við að reisa hann við gæfi tilefni til að ráðast í þessar aðgerðir og útilokaði ekki að afgangi ríkisins yrði ráðstafað í þetta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur hins vegar lagt ríka áherslu á niðurgreiðslu skulda og jöfnuð í ríkisrekstri. Þannig má ljóst vera að ágreiningur um fjármögnun til þessara aðgerða er ekki í útkljáður, en gangi þessar aðgerðir ekki eftir geta aðilar vinnumarkaðarins sagt sig frá samningum sem undirritaðir voru í síðustu viku. Ríkisstjórnin samþykkti frumvarp Eyglóar um breytingar á húsnæðisbótakerfinu í ríkisstjórn í morgun og fer það væntanlega á þing í þessari viku. Eygló hefur lagt mikla áherslu á að að jafna stöðu leigenda og þeirra sem eiga fasteign, en þetta frumvarp felur í sér mikinn kostnað fyrir ríkissjóð sem þingið þarf að taka afstöðu til.Annað sem aðgerðirnar innihalda er möguleiki ungs fólks sem er að kaupa sína fyrstu fasteign til þess ráðstafa séreignarlífeyrissparnaði sínum í þau kaup. Heiða Kristín spurði Eygló hvort ungt fólk ætti upp til hópa séreignarsparnað og sagðist hún bera vonir til þess að aðgerð eins og þessi breytti hugarfari fólks til framtíðar.Húsnæðisfrumvörp ráðherrans hafa kallað á viðbrögð frá fjármálaráðherra sem Eygló gaf ekki mikið út á þegar hún var innt eftir viðbrögðum og sagði þetta eðlilegan núning þegar mikið er undir.
Umræðan Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira