Elísabet: Of margir leikmenn í efstu deild kvenna á Íslandi eru í lélegu formi Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2015 12:45 Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, var í áhugaverðu viðtali í Akraborginni fyrir helgi þar sem hún ræddi stöðu kvenna innan knattspyrnunnar og hvernig konur og þeir sem starfa í kringum kvennafótboltann geti gert betur. Elísabet gerði Val þrisvar sinnum að Íslandsmeisturum áður en hún var ráðinn til starfa hjá Kristianstad árið 2008, en þar hefur hún þjálfað síðan við góðan orðstír. „Ég hef mikinn metnað og minn þjálfaraferill mun ekkert enda í fimmta sæti í sænsku deildinni. Ég hef hugsað á leiðinni að þetta hefur verið öðruvísi reynsla fyrir mig því kvennaboltinn er miklu minna þróaður heldur en ég hélt áður en ég kom út,“ segir Elísabet.Elísabet gerði frábæra hluti sem þjálfari Vals.vísir/daníelGagnrýnum oft aðra Hún segir metnað fyrir kvennabolta á Íslandi mikinn innan ákveðinna félaga, en jafnt úti sem heima á Íslandi er kallað eftir meiri umfjöllun. „Maður kvartar oft yfir því að fjölmiðlar sýni ekki áhuga og svo framvegis, en það er nákvæmlega sama umræða í öllum löndum,“ segir Elísabet. „En ef maður lítur á þetta sem manneskja sem þekkir kvennaboltann mjög vel þá verð ég bara að segja að við, sem vinnum í kvennaboltanum, gagnrýnum oft aðra fyrir að sjá okkur ekki og virða okkur ekki en við erum samt sem áður ekki að vinna á réttan hátt.“ „Það sem ég hef lært á því að vera hér er að maður getur unnið af miklu meiri fagmennsku í kvennafótboltanum sem einstaklingur innan fótboltans; sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður. Unnið fyrir því að fá þá virðingu og athygli sem maður vill. Það eru alltof fá félög sem eru að gera það í heiminum í dag.“Of margar stelpur í yfirþyngd spila í efstu deild kvenna á Íslandi að mati Elísabetar.vísir/stefánEngir karlmenn í yfirþyng í efstu deild Elísabet segir það skipta máli hvaða fólk er ráðið til starfa innan kvennafótboltans, en það verði að gera kröfur til þeirra jafnt sem leikmannanna. „Við þurfum að lyfta okkur sjálfum upp á hærra plan og sýna meiri metnað með því hvaða fólk við ráðum til starfa og hvaða fólk við fáum inn í starfið. Einnig hvaða leikmenn við fáum til okkar og hvaða kröfur við gerum til þeirra,“ segir Elísabet. „Nú ætla ég að vera mjög gagnrýnin og segja, að þegar þú horfir á karlafótbolta á Íslandi þá sérðu ekki marga leikmenn í yfirþyngd inn á vellinum í efstu deild. Ef þú horfir á efstu deild kvenna á Íslandi þá eru alltof margir leikmenn sem eru í lélegu formi.“ „Ef við viljum lyfta kvennaboltanum á hærra plan og fá þá athygli sem maður er endalaust að bera saman við karlafótboltann þá verðum við að gjöra svo vel og setja þá kröfur að leikmenn séu í 100 prósent standi og formi til að geta selt íþróttina á almennilegan hátt. Mér finnst við ekki alveg vera þar,“ segir Elísabet. Hún segir að krafan um þessi viðmið verði að koma frá þeim sem stjórna félaginu og þjálfurum liðsins. „Það er stefna hjá mér að ég er ekki með leikmann inn á vellinum sem er ekki í formi sama hversu góð hún er. Það gengur ekki upp,“ segir Elísabet.Elísabet ætlar að koma Kristianstad á kortið.vísir/valliErum í rosalega erfiðri stöðu Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í sjö ár og ætlar að vera þar lengur. Metnaður hennar fyrir að koma félaginu í fremstu röð er mikill, en aðstæður eru erfiðar þar sem hún starfar. „Ég hugsa þannig að ég sé á góðum stað til að læra. Ég hef lært ýmislegt um sjálfa mig og hvernig ég get gert hlutina öðruvísi,“ segir hún. „Við erum í rosalega erfiðri stöðu í Kristianstad. Félagið hefur verið í ömurlegum málum fjárhagslega sem ég komst ekki að fyrr en í lok árs 2013.“ „Ég hef samt tekið þá stórfurðulegu ákvörðun að koma þessu félagi á kortið, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Það er ekkert sem fær mig til að snúa við á þeirri leið. Eftir að hafa fjárfest sjö árum af mínu lífi í Kristianstad ætla ég að fara alla leið með þetta lið,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Viðtalið allt má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira