Guðmundur Guðmundsson: Ég vil helst sleppa við að mæta Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2015 11:00 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/Getty Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið verður í pottinum í hádeginu í dag þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Póllandi í byrjun næsta árs. Íslenska landsliðið er í öðrum styrkleikaflokki og getur ekki lent í riðli með Póllandi, Svíþjóð og Ungverjalandi. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er einn af þremur íslenskum þjálfurum sem stýra liði á mótinu og Politiken spurði Guðmund um óskir hans fyrir dráttinn. „Ég vil orða þetta þannig: Ég vil helst sleppa við að mæta löndum mínum frá Íslandi sem eru í öðrum styrkleikaflokki. Annars er mér nokkuð sama um hvernig þetta fer," sagði Guðmundur í viðtalinu við Politiken. Guðmundur hefði væntanlega ekkert á móti því heldur að sleppa við það að mæta Spánverjum og Frökkum áður en kemur að úrslitahelginni. „Það er nú bara þannig að það er mjög jöfn og öflug lið í Evrópukeppninni. Besta handboltalandslið í heimi kemur frá Evrópu og það er enginn léttur andstæðingur í keppninni. Allir geta spilað vel á sínum góða degi. Ég er því heiðarlegur þegar ég segi að ég eigi enga óskamótherja og engar óskir nema að sleppa við Ísland," sagði Guðmundur. Danir eru í efsta styrkleikaflokki og munu spila heimaleiki sína í Gdansk nyrst í Póllandi. Danska liðið verður ekki með Frakklandi, Spáni eða Króatíu í riðli en gæti mætt einu þeirra í milliriðlinum. Þetta verður annað stórmót danska handboltalandsliðsins undir stjórn Guðmundar en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í janúar sem var slakasti árangur danska liðsins á HM í áratug. Danska liðið hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Evrópumótum, varð Evrópumeistari á EM í Serbíu 2012 og varði í öðru sæti á heimavelli á EM 2014.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26 Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34 Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40 Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20 Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30 Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ísland gæti lent með Gumma og Degi í riðli Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM í Póllandi á næsta ári. 15. júní 2015 08:26
Aron áfram með landsliðið | Gunnar og Óli Stef til aðstoðar Aron Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HSÍ og mun því stýra íslenska karlalandsliðinu til ársins 2017. 18. júní 2015 15:34
Aron: Ánægjuleg lending Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Aron Kristjánsson skrifað undir nýjan samning við HSÍ sem gildir til næstu tveggja ára. 18. júní 2015 16:40
Svona kemst Ísland á ÓL í Ríó EM í Póllandi er síðasti möguleiki Íslands til að komast á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. 15. júní 2015 09:20
Ísland meðal fastagesta á EM Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér um helgina sæti á Evrópumótinu í handbolta með flottum tólf marka sigri á Svartfellingum í Höllinni og handboltaliðið kom Íslandi um leið í fámennan hóp handboltarisa álfunnar á þessari öld. 16. júní 2015 06:30
Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Handknattleikssambandið gekk frá tveggja ára framlengingu á samningi Arons Kristjánssonar sem landsliðsþjálfara karla í dag. 18. júní 2015 16:07
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti