Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2015 10:30 Flott veiði úr Sauðlauksdalsvatni í gær. Mynd: Jón Sigurðsson Vatnaveiðin er að ná hápunkti sínum og veiðin í sumum vötnunum hefur oft á tíðum verið feyknagóð. Eitt af þeim vötnum sem hefur verið að gefa vel í sumar er Sauðlauksdalsvatn en við höfum reglulega fengið fréttir frá Jóni Sigurðssyni veiðiverði við vatnið og fengið að sjá myndir af afla sem hver veiðimaður gæti óskað sér. Í vatninu er bæði bleikja, sjóbleikja, urriði og sjóbirtingur og stærðirnar sem veiðast, eru eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessari frétt, alveg upp í 4-5 punda fiska og þetta er vel haldin og feitur fiskur í þokkabót. Vatnið er ekki stórt eða rétt um 0.35 ferkílómetrar en virðist hafa gífurlega gott fæðuframboð fyrir fiskinn og það er líka nóg af honum í vatninu. Það eru ekki margir sem veiði vatnið að staðaldri nema helst þeir sem búa nálægt því enda er þetta smá spölur að fara t.d. úr Reykjavík en það eru um 380 km að vatninu frá borginni. Þess heldur kallar þetta vatn á mann og það er örugglega fátt jafn skemmtilegt og að gera sér ferð á vestfirðina í helgarveiðiferð með tjaldið í bílnum. Veiðivonin í vatninu gerir slíka ferð vel þess virði. Þeir sem hafa jafnvel hugsað sér að leggja land undir fót og kíkja í vatnið ættu að muna aftir frauðplastkassa og ís til að kæla aflann. Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Vatnaveiðin er að ná hápunkti sínum og veiðin í sumum vötnunum hefur oft á tíðum verið feyknagóð. Eitt af þeim vötnum sem hefur verið að gefa vel í sumar er Sauðlauksdalsvatn en við höfum reglulega fengið fréttir frá Jóni Sigurðssyni veiðiverði við vatnið og fengið að sjá myndir af afla sem hver veiðimaður gæti óskað sér. Í vatninu er bæði bleikja, sjóbleikja, urriði og sjóbirtingur og stærðirnar sem veiðast, eru eins og sjá má á myndunum sem fylgja þessari frétt, alveg upp í 4-5 punda fiska og þetta er vel haldin og feitur fiskur í þokkabót. Vatnið er ekki stórt eða rétt um 0.35 ferkílómetrar en virðist hafa gífurlega gott fæðuframboð fyrir fiskinn og það er líka nóg af honum í vatninu. Það eru ekki margir sem veiði vatnið að staðaldri nema helst þeir sem búa nálægt því enda er þetta smá spölur að fara t.d. úr Reykjavík en það eru um 380 km að vatninu frá borginni. Þess heldur kallar þetta vatn á mann og það er örugglega fátt jafn skemmtilegt og að gera sér ferð á vestfirðina í helgarveiðiferð með tjaldið í bílnum. Veiðivonin í vatninu gerir slíka ferð vel þess virði. Þeir sem hafa jafnvel hugsað sér að leggja land undir fót og kíkja í vatnið ættu að muna aftir frauðplastkassa og ís til að kæla aflann.
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði