Hítará gaf lax á fystu vakt Karl Lúðvíksson skrifar 18. júní 2015 20:43 Benedikt með fyrsta laxinn úr Hítará í sumar Mynd: www.svfr.is Hítará í Borgarfirði er gífurlega skemmtileg og vinsæl veiðiá sem sést best á fjölda umsókna um hana á hverju ári hjá félögum SVFR. Áin opnaði fyrir veiði í morgun og er eins og flestar árnar á vesturlandi ansi vatnsmikil enda mikill snjór að bráðna í Hítardal og svo hefur rignt ágætlega ofan í bráðina líka. Það tók ekki langan tíma að ná fyrsta laxinum á land en það 73 sm grálúsugur lax sem tók á Breiðinni, sem er mjög dæmigerður staður fyrir fyrstu laxana að veiðast þar á hverju sumri. Samkvæmt fréttum frá SVFR tók laxinn Frances Kónhaus túpu en það fylgir ekki fréttinni hvort hún hafi verið rauð eða svört en líklegast hefur hún verið rauð enda er sú rauða oft afskaplega veiðin á nýgengna laxa. Laxar sáust víðar og eigum við vonandi von á að heyra frá fleiri löxum þegar kvöldvaktinni lýkur. Lítið er um lausar stangir í Hítará I í sumar enda áin með eindæmum vinsæl. Laus leyfi eru þó á stangli í Grjótá og Tálmá. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði
Hítará í Borgarfirði er gífurlega skemmtileg og vinsæl veiðiá sem sést best á fjölda umsókna um hana á hverju ári hjá félögum SVFR. Áin opnaði fyrir veiði í morgun og er eins og flestar árnar á vesturlandi ansi vatnsmikil enda mikill snjór að bráðna í Hítardal og svo hefur rignt ágætlega ofan í bráðina líka. Það tók ekki langan tíma að ná fyrsta laxinum á land en það 73 sm grálúsugur lax sem tók á Breiðinni, sem er mjög dæmigerður staður fyrir fyrstu laxana að veiðast þar á hverju sumri. Samkvæmt fréttum frá SVFR tók laxinn Frances Kónhaus túpu en það fylgir ekki fréttinni hvort hún hafi verið rauð eða svört en líklegast hefur hún verið rauð enda er sú rauða oft afskaplega veiðin á nýgengna laxa. Laxar sáust víðar og eigum við vonandi von á að heyra frá fleiri löxum þegar kvöldvaktinni lýkur. Lítið er um lausar stangir í Hítará I í sumar enda áin með eindæmum vinsæl. Laus leyfi eru þó á stangli í Grjótá og Tálmá.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði