Formaður HSÍ: Skoðuðum ekki aðra kosti í starfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2015 16:07 Aron Kristjánsson og Guðmundur B. Ólafsson. vísir/eva björk/vilhelm Eins og kom fram fyrr í dag verður Aron Kristjánsson áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta, en hann gerði nýjan tveggja ára samning við HSÍ í dag. Aron hefur stýrt liðinu frá 2012 og á þeim tíma náð fimmta sæti á EM 2014 en tvívegis fallið úr leik með Ísland í 16 liða úrslitum á HM; bæði 2013 og 2015. „Hann var langbesti kosturinn í stöðunni,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi. Legið hefur lengi fyrir að Aron yrði samningslaus eftir undankeppni EM 2016 og var lítið að gerast í viðræðum HSÍ og Arons framan af ári, sérstaklega eftir dapran árangur í Katar. „Við vorum ekki að skoða aðra kosti,“ fullyrðir Guðmundur. „Við vildum bara sjá hvernig liðinu myndi vegna. Við gerðum breytingar á þjálfarateyminu og Ólafur Stefánsson kom inn. Árangurinn eftir það hefur verið mjög góður.“ „Það er búið að vera stígandi í liðinu og andinn góður í hópnum,“ bætir Guðmundur við. Samhliða því að þjálfa landsliðið kemur Aron aftur inn í fræðslumálin hjá HSÍ og verður lykilmaður í menntun íslenskra þjálfara. „Hann er komin í starf hjá okkur þó ekki sé um að ræða beina vinnuskyldu. Hans verkefni eru þessi fræðslumál og sérstaklega þjálfaramenntunin,“ segir Guðmundur. „Aron mun einnig fylgja eftir þessum afrekshópum, en hann og Ólafur verða með þá áfram.“ Samningurinn er til tveggja ára sem fyrr segir og klárar Aron því HM 2017 (komist Ísland þangað) og undankeppni EM 2018 klári hann samninginn. „Samningurinn er samt uppsegjanlegur að beggja hálfu eftir eitt ár þannig báðir aðilar geta lokað á þetta á næsta ári kjósi þeir svo,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06 Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30 Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45 Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07 Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00 Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Eins og kom fram fyrr í dag verður Aron Kristjánsson áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta, en hann gerði nýjan tveggja ára samning við HSÍ í dag. Aron hefur stýrt liðinu frá 2012 og á þeim tíma náð fimmta sæti á EM 2014 en tvívegis fallið úr leik með Ísland í 16 liða úrslitum á HM; bæði 2013 og 2015. „Hann var langbesti kosturinn í stöðunni,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi. Legið hefur lengi fyrir að Aron yrði samningslaus eftir undankeppni EM 2016 og var lítið að gerast í viðræðum HSÍ og Arons framan af ári, sérstaklega eftir dapran árangur í Katar. „Við vorum ekki að skoða aðra kosti,“ fullyrðir Guðmundur. „Við vildum bara sjá hvernig liðinu myndi vegna. Við gerðum breytingar á þjálfarateyminu og Ólafur Stefánsson kom inn. Árangurinn eftir það hefur verið mjög góður.“ „Það er búið að vera stígandi í liðinu og andinn góður í hópnum,“ bætir Guðmundur við. Samhliða því að þjálfa landsliðið kemur Aron aftur inn í fræðslumálin hjá HSÍ og verður lykilmaður í menntun íslenskra þjálfara. „Hann er komin í starf hjá okkur þó ekki sé um að ræða beina vinnuskyldu. Hans verkefni eru þessi fræðslumál og sérstaklega þjálfaramenntunin,“ segir Guðmundur. „Aron mun einnig fylgja eftir þessum afrekshópum, en hann og Ólafur verða með þá áfram.“ Samningurinn er til tveggja ára sem fyrr segir og klárar Aron því HM 2017 (komist Ísland þangað) og undankeppni EM 2018 klári hann samninginn. „Samningurinn er samt uppsegjanlegur að beggja hálfu eftir eitt ár þannig báðir aðilar geta lokað á þetta á næsta ári kjósi þeir svo,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06 Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30 Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45 Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07 Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00 Mest lesið „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Aron: Samningsmálin standa ágætlega Aron Kristjánsson er ekki enn búinn að skrifa undir nýjan samning við HSÍ. 14. júní 2015 19:06
Endurreisnin fullkomnuð í Laugardalshöll Íslenska landsliðið tryggði sér sæti á níunda Evrópumótinu í handbolta í röð með tólf marka sigri á Svartfjallalandi, 34-22, í Laugardalshöllinni í gær. 15. júní 2015 06:30
Aron: Algjör hugarfarsbreyting hjá liðinu Landsliðsþjálfarinn vill sigur gegn Svartfjallalandi á morgun og efsta sætið í riðlinum. 13. júní 2015 16:45
Aron og HSÍ ekki í viðræðum: "Maður bíður ekki fram í júní með að ákveða sig“ Formaður HSÍ segir Aron góðan kost en að nú sé verið að hugsa um næstu leiki. 27. mars 2015 15:07
Aron og HSÍ ræða loksins saman um framhaldið í næstu viku Samningur Aron Kristjánssonar við HSÍ rennur út í næsta mánuði og enn sem komið er hefur ekkert verið rætt um framhaldið. 5. maí 2015 06:00