Orðið fært fyrir jeppa upp í Veiðivötn Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2015 21:06 Eins og sjá má er gífurlega mikill snjór á leiðinni að Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Það bíða eflaust margir veiðimenn spenntir eftir opnun Veiðivatna þann 18. júní en mikill snjór á leiðinni upp eftir getur þó sett strik í reikninginn. Eftir linnulausa snjókomu í allan vetur er gífurlega mikill snjór á svæðinu og það gæti tekið nokkurn tíma í viðbót fyrir hann að bráðna og vegina að þorna almennilega. Á heimasíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is, má sjá tilkynningu um stöðu mála.Veiðitímabilið í Veiðivötnum hefst kl. 15 fimmtudaginn 18. júní samkvæmt áætlun. Í gær var rudd leið í gegnum skaflana. Eins og sést á myndinni eru þetta sums staðar snjógöng og þar getur verið vatnsagi í leysingum. Næstu daga er spáð asa hláku og rigningu á svæðinu svo líklega verður víða talsvert vatn. Veiðimenn eru beðnir að huga að aðstæðum en eins og ástandið eru núna ætti að vera fært fyrir alla jeppa. Upplýsingar um færð og ástand vega verða uppfærðar á miðvikudagskvöld (17. júní).Innan vatnasvæðisins eru víða mikilir skaflar. Menn eru hvattir til að virða reglur um utanvegaakstur, halda sig við færa vegarslóða, og ganga að vötnunum frekar en að reyna að aka ófæra vegi.Víða er mikill snjór á svæðinu og ljóst að nóg verður af snjó í allt sumar til að kæla aflann. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði
Það bíða eflaust margir veiðimenn spenntir eftir opnun Veiðivatna þann 18. júní en mikill snjór á leiðinni upp eftir getur þó sett strik í reikninginn. Eftir linnulausa snjókomu í allan vetur er gífurlega mikill snjór á svæðinu og það gæti tekið nokkurn tíma í viðbót fyrir hann að bráðna og vegina að þorna almennilega. Á heimasíðu Veiðivatna, www.veidivotn.is, má sjá tilkynningu um stöðu mála.Veiðitímabilið í Veiðivötnum hefst kl. 15 fimmtudaginn 18. júní samkvæmt áætlun. Í gær var rudd leið í gegnum skaflana. Eins og sést á myndinni eru þetta sums staðar snjógöng og þar getur verið vatnsagi í leysingum. Næstu daga er spáð asa hláku og rigningu á svæðinu svo líklega verður víða talsvert vatn. Veiðimenn eru beðnir að huga að aðstæðum en eins og ástandið eru núna ætti að vera fært fyrir alla jeppa. Upplýsingar um færð og ástand vega verða uppfærðar á miðvikudagskvöld (17. júní).Innan vatnasvæðisins eru víða mikilir skaflar. Menn eru hvattir til að virða reglur um utanvegaakstur, halda sig við færa vegarslóða, og ganga að vötnunum frekar en að reyna að aka ófæra vegi.Víða er mikill snjór á svæðinu og ljóst að nóg verður af snjó í allt sumar til að kæla aflann.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði