900 skurðaðgerðum frestað í verkfallinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. júní 2015 17:24 Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Fresta hefur þurft að minnsta kosti 900 skurðaðgerðum frá upphafi verkfalls hjúkrunarfræðinga og ljóst er að það mun taka langan tíma að vinna niður þá biðlista sem myndast hafa. Landspítalinn þarf aukafjármagn til að koma öllu í eðlilegt horf á ný og forgangsraða þarf allri almennri starfsemi spítalans. Biðlað verður til stjórnvalda um auka fjárveitingu. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann sagði að nú væru sumarleyfi að hefjast sem eigi eftir að gera spítalanum enn erfiðara fyrir að vinna niður biðlistana. Auk skurðaðgerðanna hafi þurft að fresta 9.300 myndgreiningarannsóknum, 10 þúsund blóðrannsóknum og 6.300 komum á dag- og göngudeildir. „Það er ansi mikill uppsafnaður vandi þannig að það sem við þurfum að gera núna með okkar góða fólki er að halda utan um það og taka vel á móti því og reyna að byggja hér upp góðan starfsanda. Síðan þurfum við að kortleggja stöðuna og forgangsraða upp á nýtt. Hverjir það eru sem þarf að taka fyrst inn og svo framvegis. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á það að hér hefur ekki verið eðlilegt ástand frá fyrsta degi,“ sagði Páll. Hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort verkfallið hafi kostað mannslíf, en telur það ólíklegt. Öll alvarleg atvik séu tilkynnt til stjórnarinnar og að engin aukning hafi orðið í þeim efnum. Þó sé það óvissa sem fólk þurfi að búa við. Allar neyðaraðgerðir hafi þó verið framkvæmdar. Þá sagði Páll það ekki ljóst hversu margir hjúkrunarfræðingar hefðu sagt upp í dag. Framkvæmdastjórnin væru að fara yfir þau mál en að ljóst sé að andrúmsloftið sé afar þungt. „Það er svona samblanda af létti, reiði og depurð hjá fólki, sem er í rauninni skiljanlegt eftir mikil átök í langan tíma. En það er verið að setjast niður og kortleggja það hvernig staðan er og hvaða áhrif þetta.“ Viðtalið við Pál má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Enn berast uppsagnir Von er á að fleiri leggi inn uppsagnarbréf sín í dag. 15. júní 2015 11:24 Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14 Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Uppsagnir óumflýjanlegar Langlundargeð hjúkrunarfræðinga er að þrotum komið og munu margir í stéttinni segja upp störfum í vikunni. Heilbrigðisráðherra segir leitt ef til uppsagna hjúkrunarfræðinga þarf að koma. BHM íhugar málsókn. 15. júní 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs Hjúkrunarfræðingar leita í miklum mæli til fyrirtækiss sem hefur milligöngu um að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa í Noregi. 15. júní 2015 12:14
Hjúkrunarfræðingum boðin 20 prósenta hækkun en fara fram á rúm 40 prósent Hjúkrunarfræðingum var boðin tuttugu prósenta launahækkun en þeir fara fram á allt að fjörutíu til fimmtíu prósenta hækkun á næstu árum. 15. júní 2015 16:04