Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er á leið frá Pescara ef marka má fréttir sem hafa birst í ítölskum fjölmiðlum.
Calcio Mercato greinir frá því að þrjú lið í ítölsku úrvalsdeildinni - Palermo, Torino og Empoli - hafi áhuga á kappanum sem og Carpi sem vann sér sæti í deildinni í vor.
Þá er Leeds einnig sagt á höttunum eftir Birki en þjálfari liðsins, Uwe Rösler, þjálfaði kappann hjá uppeldisfélaginu Viking í Noregi á sínum tíma.
Birkir átti frábært tímabil með Pescara í ítölsku B-deildinni í vetur en liðið komst í úrslit umspilskeppninnar gegn Bologna sem fór að lokum upp. Birkir missti af síðari úrslitaleik liðanna vegna leiks Íslands gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudag.
Fimm félög vilja fá Birki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti


Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
