Uppsagnir myndu lama Landspítalann Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 14. júní 2015 19:30 Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga hafa ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna lagasetningar Alþingis í gær. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að uppsagnir myndu lama spítalann og að öryggi sjúklinga yrði ekki tryggt. Lög á verkfall félagsmanna Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga voru samþykkt á Alþingi á áttunda tímanum í gærkvöldi, með 30 atkvæðum gegn 19. Lögin tóku þegar gildi og er verkfallsaðgerðum þar með lokið en hjúkrunarfræðingar voru kallaðir til vinnu strax í gærkvöldi. „Það er nokkuð þung staða á spítalanum. Margir sem bíða á bráðamóttökunni til dæmis eftir því að fá innlögn. Svona hvað mannskapinn varðar að þá er þungt hljóð í fólki. Það eru ákveðin vonbrigði og svona, maður skynjar bæði vonbrigði og reiði meðal starfsfólksins,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Tugir hafa eða munu segja starfi sínu lausuÞví fer þannig fjarri að lagasetning Alþingis í gær hafi leyst öll vandamál. Þannig hafa samkvæmt upplýsingum fréttastofu að minnsta kosti tugir hjúkrunarfræðinga ákveðið að segja starfi sínu lausu vegna laganna. Því vaknar spurningin – hvaða áhrif kæmu slíkar uppsagnir til með að hafa á starfsemi Landspítalans? „Það myndi bara lama spítalann. Við megum engann mann missa, hvorki hjúkrunarfræðinga eða aðra. Þannig að það hefur alveg gríðarleg áhrif ef að fólk segir hérna störfum sínum lausum og við missum það frá okkur,“ segir Sigríður. Á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans starfa 20 hjúkrunarfræðingar, en að minnsta kosti 11 þeirra ætla að segja starfi sínu lausu í fyrramálið. Sigríður segir að á deildinni starfi hópur hjúkrunarfræðinga með mikla reynslu og sérhæfða þekkingu á þessum sjúklingahóp. Sú þekking verði ekki byggð upp á einum degi.Öryggi sjúklinga ekki tryggtEn er hægt að tryggja mönnun og þannig öryggi sjúklinga ef til allra þessara uppsagna kemur? „Nei, það er ekki hægt. Og við höfum bent á það hér stjórnendur á spítalanum að það er fyrirsjáanlegur verulegur skortur á heilbrigðisstarfsfólki á næstu árum, þó að þetta hefði ekki komið til. Það að fólk kjósi að hverfa frá störfum og jafnvel flytja úr landi, það eykur enn á þann vanda. Það er bara gríðarlega mikið áhyggjuefni,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira