Birgir Leifur lék frábært golf á lokahringnum í Belgíu 14. júní 2015 15:41 Birgir Leifur lék lokahringinn á 6 höggum undir pari og var á 8 höggum undir pari samanlagt. vísir/getty Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag. Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson lék frábært golf á lokahringnum á KPMG Áskorendamótinu sem fram fór í Belgíu í dag. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari vallarins og hann endaði á 8 höggum undir pari samanlagt. Birgir endaði í 8.-11. sæti og tryggði hann sér keppnisrétt á næsta móti á þessari mótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Birgir ætlaði sér að leika á Nordic League móti í Noregi í næstu viku en hann fær keppnisrétt á Najeti Open mótinu sem fram fer á Aa Saint-Omer vellinum í Lumbres í Frakklandi. Þetta er annað mótið á þessu tímabili sem Birgir Leifur tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni og mótið í Frakklandi verður það þriðja á þessu tímabili. „Það var geggjað veður á lokahringnum og ég byrjaði vel, fann góðan takt í sveiflunni. Upphafshöggin voru góð og ég ákvað að taka áhættuna og spila grimmt. Það gekk upp og ég er mjög sáttur. Ég var ekki alveg nógu þolinmóður fyrstu tvo dagana og lét hlutina fara í skapið á mér. Um helgina vann ég í því og hugsaði aðeins um þá hluti sem ég gat stjórnað. Hlutirnir gengu því betur í kjölfarið,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson við golf.is í dag.
Golf Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti