Að lána eða lána ekki veiðidót Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2015 16:00 Fékksu þetta veiðihjól lánað? Það kannast allir veiðimenn við að hafa verið í þeirri stöðu að góður vinur eða ættingi biður um að fá lánað veiðidót. Í einhverjum tilfellum gerist þetta í veiðiferðinni sjálfri og þá kannski brotnar hjól eða stöng, það gleymdist veiðihjól eða eitthvað og þá er oft gott að geta lánað félaga sínum dót svo túrinn hans sé ekki ónýtur. En þar dreg ég líka yfirleitt mörkin. Undanfarin ár hefur undirritaður lánað vinum og fjölskyldu, sem hafa leitað til mín fyrir veiðitúra, það sem þau vantaði með og hefur það verið lánað og þegið með bros á vör. Svo kemur að skiladegi, eða ekki skiladegi, þar sem hluta af þessu veiðidóti mínu er bara ekki skilað og engin kannast við að hafa fengið neitt lánað. Málið er að slík hefur umferðin verið stundum í geymsluna hjá mér að ég þarf að biðja fólk um að panta tíma með fyrirvara en mæta ekki bara upp úr þurru. Hluti af sökinni rennur líka á mig þar sem ég hef verið óduglegur að skrifa niður hver fékk hvað og með mínu gullfiskaminni hef ég reynt að muna það bara með þeim árangri að í dag vantar t.d. Loop Greyline tvíhendu #8, Ambassador hjól, Orvis fluguhjól, Abu 9 ft kaststöng, eitt Abu kasthjól og stangarfestingar svo eitthvað sé nefnt. Þetta er bara það sem vantar, það sem hefur síðan komið til baka ónýtt, skítugt eða bilað er annar eins ef ekki lengri listi. Staðan er þess vegna þannig í dag að ég er hættur að lána veiðidót og það er alveg sama hver á í hlut. Ástæðan er bara sú að ef þú ætlar í veiði þá áttu að fara með eingin búnað, flestir (af einhverjum ástæðum) hugsa líka betur um eigin veiðidót en það sem þeir fá lánað, það hefur oftar en ekki verið mín reynsla. Það er þó ein undantekning á þessu fyrir mig og nær hún til eiginkonu og barna, nema hvað. Já og það er einn í viðbót sem má fá dótið mitt lánað þegar hann vill. Ég segi ekki hver hann er en aðalástæðan fyrir því að hann má alltaf fá það lánað er að ég bíð svo spenntur eftir því að hann springi út sem veiðimaður og hætti hinu áhugamálinu. Þá er brotin stöng, týnt veiðihjól og annað bara fórnarkostnaður sem er vel þess virði. Ergo, ekki lána veiðidótið þitt....nema sumum. Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Það kannast allir veiðimenn við að hafa verið í þeirri stöðu að góður vinur eða ættingi biður um að fá lánað veiðidót. Í einhverjum tilfellum gerist þetta í veiðiferðinni sjálfri og þá kannski brotnar hjól eða stöng, það gleymdist veiðihjól eða eitthvað og þá er oft gott að geta lánað félaga sínum dót svo túrinn hans sé ekki ónýtur. En þar dreg ég líka yfirleitt mörkin. Undanfarin ár hefur undirritaður lánað vinum og fjölskyldu, sem hafa leitað til mín fyrir veiðitúra, það sem þau vantaði með og hefur það verið lánað og þegið með bros á vör. Svo kemur að skiladegi, eða ekki skiladegi, þar sem hluta af þessu veiðidóti mínu er bara ekki skilað og engin kannast við að hafa fengið neitt lánað. Málið er að slík hefur umferðin verið stundum í geymsluna hjá mér að ég þarf að biðja fólk um að panta tíma með fyrirvara en mæta ekki bara upp úr þurru. Hluti af sökinni rennur líka á mig þar sem ég hef verið óduglegur að skrifa niður hver fékk hvað og með mínu gullfiskaminni hef ég reynt að muna það bara með þeim árangri að í dag vantar t.d. Loop Greyline tvíhendu #8, Ambassador hjól, Orvis fluguhjól, Abu 9 ft kaststöng, eitt Abu kasthjól og stangarfestingar svo eitthvað sé nefnt. Þetta er bara það sem vantar, það sem hefur síðan komið til baka ónýtt, skítugt eða bilað er annar eins ef ekki lengri listi. Staðan er þess vegna þannig í dag að ég er hættur að lána veiðidót og það er alveg sama hver á í hlut. Ástæðan er bara sú að ef þú ætlar í veiði þá áttu að fara með eingin búnað, flestir (af einhverjum ástæðum) hugsa líka betur um eigin veiðidót en það sem þeir fá lánað, það hefur oftar en ekki verið mín reynsla. Það er þó ein undantekning á þessu fyrir mig og nær hún til eiginkonu og barna, nema hvað. Já og það er einn í viðbót sem má fá dótið mitt lánað þegar hann vill. Ég segi ekki hver hann er en aðalástæðan fyrir því að hann má alltaf fá það lánað er að ég bíð svo spenntur eftir því að hann springi út sem veiðimaður og hætti hinu áhugamálinu. Þá er brotin stöng, týnt veiðihjól og annað bara fórnarkostnaður sem er vel þess virði. Ergo, ekki lána veiðidótið þitt....nema sumum.
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði