Máttlaust Alþingi Sumarrós Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2015 09:24 Barátta um völd hefur löngum verið keppikefli manna. Við erum svo lánsöm/ólánssöm Íslendingar að hafa tvær blokkir á hinu háa Alþingi sem raða sér í vinstri og hægri fylkingu. Hugmyndafræðin sem að baki liggur, vinstri og hægri öflum, er löngu orðin úrelt ef mann vilja stuða að aukinni vellíðan þjóðar. Hún gengur út á í grófum dráttum að hægri flokkar hygli hinum ríku þannig að hinir ríku verði enn ríkari og vinstri öflin tali máli lítilmagnanna, eða gefi sig út fyrir það og stuðli að jöfnuði í samfélögum. Gott og vel! Þegar þessar tvær fylkingar takast svo á, gengur baráttan miklu frekar út á hvor fylkingin hafi betur en að stuðlað sé að almanna heill. Hinn almenni Íslendingur hefur oft á tilfinningunni, að sumir einstaklingar sem komast til valda á Alþingi, séu oft gerðir út af hinum ýmsu hagsmunaaðilum,að jafnvel sé borgaður undir þá passinn inn á þing með ákveðnum skilyrðum. Leikmanninum finnst því oft vanta inn á Alþingi réttsýni og jafnvægi þar sem menn einfaldlega koma sér saman um hvað landi og þjóð er fyrir bestu, þannig að þjóðin sem slík geti unað glöð við sitt í sátt í sínu landi . Að menn elski friðinn og hlúi að og hjálpi hver öðrum. Ef til vill er þessi sýn á hvernig gott samfélag ætti að vera útópíukennd eða hvað? Hér væri gott að varpa fram nokkrum spurningum varðandi það hvað gerir þjóð að glaðri og sáttri þjóð. a) Viljum við Íslendingar búa í landi þar sem hefur á að skipa skólum með góðu og velmenntuðu starfsfólki? b) Viljum við Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð með velmenntuðu og áreiðanlegu starfsfólki? c) Viljum við tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og tryggja þeim sómasamlegan lífeyri til að geta lifað mannsæmandi lífi? d) Viljum við Íslendingar að þjóðin forheimskist vegna þess að menntun er ekki metin til launa? e) Viljum við Íslendingar vera þjóð á meðal þjóða? f) Viljum við Íslendingar viðhalda stolti okkar sem þjóðar og hlúa að mannauðnum sem býr í landinu, eða viljum við kannski stýra þjóðinni aftur til lífsgæða miðalda og færa hana aftur inn í torfbæina? g) Viljum við viðhalda hér heilbrigðri menningu sem stuðlar að vellíðan manna? h) Viljum við löggjafarþing sem hefur á að skipa einstaklingum sem láta ofmetnast við aukin völd og gerast sekir um spillingu? Svari nú hver fyrir sig! Það sem blasir við þjóðinni í dag er dapurlegt. Verkfallsréttur fólks er fótum troðinn og verið er að setja lög á fólk, margt hvert eftir meira en tveggja mánaða launalausar verkfallsaðgerðir. Hverjum hugsandi manni dylst ekki að þarna er vegið að grunnstoðum heilbrigðs samfélags, lýðræðinu sjálfu, á meðan forráðamenn ríkisstjórnarinnar virðast réttlæta arðgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja og sumra fiskvinnslufyrirtækja og hækkun launa þeirra sem hæst hafa launin. Er þetta réttsýni? Stuðlar viðmót sem einkennist af fyrirlitningu í garð vissra stétta að hærra hamingjustigi þjóðarinnar? Við áhorf á útsendingu frá umræðum á Alþingi í kjölfar fyrirhugaðrar lagasetningar á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga hnaut undirrituð um orð eins ágæts þingmanns þar sem hann gagnrýndi lagasetninguna. Inntak orða hans voru nokkurn veginn þessi: Stjórnarflokkarnir lofuðu, reyndar allir flokkar, í aðdraganda síðustu kosninga, að veita meiri fjármunum inn í menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hann lauk máli sínu á eftirfarandi hátt: Þetta var að vísu í aðdraganda kosninga! Í beinu framhaldi af þeim orðum er eðlilegt að spyrja sig: Í hverra umboði sitja þessir 63 aðilar sem á þingi sitja? Eru þeir ekki þegar orðnir umboðslausir til áframhaldandi setu? Spyr sá sem ekki veit! Sitja þessir vita máttlausu þingmenn kannski í umboði sjúklinga? Þeir sitja aldeilis ekki í umboði hins almenna launþega! Það er löngu orðið tímabært að þjóðin fari að velta fyrir sér hvort kosningaloforð þeirra kandídata sem bjóða sig fram til setu á Alþingi séu virt þegar þeir hafa verið kosnir lýðræðislegri kosningu og hugsi ráð til að skipta þeim út sem ekki standa við orð sín! Þegar þingmenn standa ekki við orð sín eru þeir engir heiðursmenn! Þar af leiðandi er hrein kaldhæðni að þeir ávarpi hvern annan ,, háttvirtur‘‘ eða ,, hæstvirtur‘‘! Það er sannarlega sorglegt til þess að vita, að innantómt orðgjálfrið sé komið í stað þess heiðursmannasamkomulags sem einu sinni gilti og aðeins þurfti að innsigla með föstu og þéttu handartaki samherjanna! Sumarrós Sigurðardóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og áhugamanneskja um þjóðmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Barátta um völd hefur löngum verið keppikefli manna. Við erum svo lánsöm/ólánssöm Íslendingar að hafa tvær blokkir á hinu háa Alþingi sem raða sér í vinstri og hægri fylkingu. Hugmyndafræðin sem að baki liggur, vinstri og hægri öflum, er löngu orðin úrelt ef mann vilja stuða að aukinni vellíðan þjóðar. Hún gengur út á í grófum dráttum að hægri flokkar hygli hinum ríku þannig að hinir ríku verði enn ríkari og vinstri öflin tali máli lítilmagnanna, eða gefi sig út fyrir það og stuðli að jöfnuði í samfélögum. Gott og vel! Þegar þessar tvær fylkingar takast svo á, gengur baráttan miklu frekar út á hvor fylkingin hafi betur en að stuðlað sé að almanna heill. Hinn almenni Íslendingur hefur oft á tilfinningunni, að sumir einstaklingar sem komast til valda á Alþingi, séu oft gerðir út af hinum ýmsu hagsmunaaðilum,að jafnvel sé borgaður undir þá passinn inn á þing með ákveðnum skilyrðum. Leikmanninum finnst því oft vanta inn á Alþingi réttsýni og jafnvægi þar sem menn einfaldlega koma sér saman um hvað landi og þjóð er fyrir bestu, þannig að þjóðin sem slík geti unað glöð við sitt í sátt í sínu landi . Að menn elski friðinn og hlúi að og hjálpi hver öðrum. Ef til vill er þessi sýn á hvernig gott samfélag ætti að vera útópíukennd eða hvað? Hér væri gott að varpa fram nokkrum spurningum varðandi það hvað gerir þjóð að glaðri og sáttri þjóð. a) Viljum við Íslendingar búa í landi þar sem hefur á að skipa skólum með góðu og velmenntuðu starfsfólki? b) Viljum við Íslendingar búa við heilbrigðiskerfi í fremstu röð með velmenntuðu og áreiðanlegu starfsfólki? c) Viljum við tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og tryggja þeim sómasamlegan lífeyri til að geta lifað mannsæmandi lífi? d) Viljum við Íslendingar að þjóðin forheimskist vegna þess að menntun er ekki metin til launa? e) Viljum við Íslendingar vera þjóð á meðal þjóða? f) Viljum við Íslendingar viðhalda stolti okkar sem þjóðar og hlúa að mannauðnum sem býr í landinu, eða viljum við kannski stýra þjóðinni aftur til lífsgæða miðalda og færa hana aftur inn í torfbæina? g) Viljum við viðhalda hér heilbrigðri menningu sem stuðlar að vellíðan manna? h) Viljum við löggjafarþing sem hefur á að skipa einstaklingum sem láta ofmetnast við aukin völd og gerast sekir um spillingu? Svari nú hver fyrir sig! Það sem blasir við þjóðinni í dag er dapurlegt. Verkfallsréttur fólks er fótum troðinn og verið er að setja lög á fólk, margt hvert eftir meira en tveggja mánaða launalausar verkfallsaðgerðir. Hverjum hugsandi manni dylst ekki að þarna er vegið að grunnstoðum heilbrigðs samfélags, lýðræðinu sjálfu, á meðan forráðamenn ríkisstjórnarinnar virðast réttlæta arðgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja og sumra fiskvinnslufyrirtækja og hækkun launa þeirra sem hæst hafa launin. Er þetta réttsýni? Stuðlar viðmót sem einkennist af fyrirlitningu í garð vissra stétta að hærra hamingjustigi þjóðarinnar? Við áhorf á útsendingu frá umræðum á Alþingi í kjölfar fyrirhugaðrar lagasetningar á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga hnaut undirrituð um orð eins ágæts þingmanns þar sem hann gagnrýndi lagasetninguna. Inntak orða hans voru nokkurn veginn þessi: Stjórnarflokkarnir lofuðu, reyndar allir flokkar, í aðdraganda síðustu kosninga, að veita meiri fjármunum inn í menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Hann lauk máli sínu á eftirfarandi hátt: Þetta var að vísu í aðdraganda kosninga! Í beinu framhaldi af þeim orðum er eðlilegt að spyrja sig: Í hverra umboði sitja þessir 63 aðilar sem á þingi sitja? Eru þeir ekki þegar orðnir umboðslausir til áframhaldandi setu? Spyr sá sem ekki veit! Sitja þessir vita máttlausu þingmenn kannski í umboði sjúklinga? Þeir sitja aldeilis ekki í umboði hins almenna launþega! Það er löngu orðið tímabært að þjóðin fari að velta fyrir sér hvort kosningaloforð þeirra kandídata sem bjóða sig fram til setu á Alþingi séu virt þegar þeir hafa verið kosnir lýðræðislegri kosningu og hugsi ráð til að skipta þeim út sem ekki standa við orð sín! Þegar þingmenn standa ekki við orð sín eru þeir engir heiðursmenn! Þar af leiðandi er hrein kaldhæðni að þeir ávarpi hvern annan ,, háttvirtur‘‘ eða ,, hæstvirtur‘‘! Það er sannarlega sorglegt til þess að vita, að innantómt orðgjálfrið sé komið í stað þess heiðursmannasamkomulags sem einu sinni gilti og aðeins þurfti að innsigla með föstu og þéttu handartaki samherjanna! Sumarrós Sigurðardóttir Höfundur er framhaldsskólakennari og áhugamanneskja um þjóðmál
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar