Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 21:58 Vísir/Ernir Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn