Lars: Væri að ljúga ef ég segði við ættum ekki góðan möguleika Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 21:58 Vísir/Ernir Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn var eðlilega meira en kátur með magnaða sigur strákanna okkar í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn var eins og amerískur fótbolti. Bæði lið voru föst fyrir og notuðu föst leikatriði. Tékkar fengu engin væri og við vörðumst mjög vel. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú." Þetta sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi eftir 2-1 sigurinn gegn Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Lars og Heimir komu nokkuð á óvart með byrjunarliðinu, en Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði frammi ásamt Kolbeini Sigþórssyni. „Við fórum að ræða þetta frekar fljótlega þegar undirbúning fyrir leikinn hófst. Við fengum þá hugmynd að Jóhann gæti nýtt sinn hraða í fremstu víglínu. Við vildum meiri hraða og þetta nýttist vel í fyrri hálfleik þó það hafi ekki bara verið út af hans veru," sagði Lars. Íslenska liðið lenti nokkuð ósanngjarnt undir í leiknum en var búið að jafna metin fimm mínútum síðar þegar Aron Einar Gunnarsson stangaði boltann í netið. „Það var auðvitað mikilvægt að skora strax eftir að þeir komust yfir. Það sást líka á strákunum að þá langaði að skora strax. Þeir tóku miðjuna snöggt og voru einbeittir. Strákarnir héldu kúlinu enda eru þeir með frábæran karakter. Við erum alltaf að spila betur og betur," sagði Lars. Strákarnir sigldu leiknum í höfn virkilega fagmannlega. Þeir héldu boltanum vel, vörðust skynsamlega og reyndu að láta Tékka elta. „Ég er sammála því þetta var vel gert. Við reyndum að stýra þessu frá hliðarlínunni. Heimir stóð við hana og kallaði skipanir. Strákarnir stjórnuðu leiknum og sendu boltann oft vel á milli sín," sagði Lars. „Fyrri hálfleikurinn ekki alveg eins og við bjuggumst við. Tékkarnir tóku ekki miklar áhættur og mér leið eins og þeir væru bara að sækja stigið." Svíinn verður seint talinn yfirlýsingaglaður en meira að segja hann er orðinn nokkuð bjartsýnn fyrir Frakklandsför. „Ég væri að ljúga ef ég segði að við ættum ekki góðan möguleika núna. Við erum búnir að spila við alla bestu andstæðingana í riðlinum og þeir eiga eftir leiki innbyrðis líka. Ég hefði alltaf tekið fimmtán stig úr sex leikjum fyrir fram," sagði Lars. Kolbeinn Sigþórsson komst loksins aftur á blað en hann hefur verið í smá eyðimerkurgöngu. Allavega miðað við hvernig hann fór af stað með landsliðinu. „"Það er alltaf gott fyrir framherja að skora. Það segja allir að það skipti ekki máli hver skorar á meðan við vinnum en það skiptir framherja alltaf máli. Hann er sterkur andlega þannig ég held að hann hafi ekki þjáðst of mikið," sagði Lars. Um leið og Svíinn þakkaði fyrir sig og gekk niður af pallinum þakkaði hann blaðamönnum fyrir og bauð þeim góðs sumars. Hann glotti svo og sagði: „Ég mun allaega eiga gott sumar."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti