Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi 12. júní 2015 21:05 Vísir/Ernir Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53