Mikil reiði meðal verkfallsfólks vegna laganna Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2015 19:00 vísir/stefán Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um frestun verkfall brýtur á stjórnarskrárvörðum réttindum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að mati forystufólks samtakanna. Hópur félagsmanna kom saman við Alþingi í dag til að mótmæla setningu laga á kjaradeilu félaganna við ríkið. Mikil reiði ríkir meðal félagsmanna BHM sem verið hafa í verkfalli í rúmar níu vikur og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem hafa verið í verkfalli í hátt á þriðju vikur vegna lagasetningarinnar. Mótmæli félaganna á Austurvelli fóru þó friðsamlega fram. En í sameiginlegri yfirlýsingu segir að með lögum verði stéttarfélögin svift þeim þvingunarúrræðum sem tryggð séu í stjórnarskrá. „Með frumvarpinu er ríkið sem annar deiluaðili að leggja til lög á kjaradeilur sem það á sjálft aðild að,“ segir í ályktuninni. Eftir að formennnirnir höfðu lesið þessa yfirlýsingu fyrir fundarmenn á Austurvelli gengu þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Ólafur S. Skúlason formaður FÍH að þinghúsinu til að afhenda hana Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis „Við vorum að lesa þessa ályktun upp. Hún er áskorun til Alþingis frá Bandalagi háskólamanna og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga þar sem við skorum á þingmenn að samþykkja ekki lögin um að banna verkfallsaðgerðir,“ sagði Þórunn „Þakka ykkur kærlega fyrir. Ég mun að sjálfsögðu bregðast við ósk ykkar og mun gera þessa ályktun aðgengilega öllum þingmönnum og greina frá henni hér á eftir þannig að öllum þingmönnum sé það ljóst að þessi áskorun liggur fyrir frá ykkar samtökum,“ sagði Einar Kristinn. Þótt stjórnarandstaðan leggist alfarið á móti frumvarpinu er ólíklegt að það verði ekki að lögum. „Auðvitað vonum við að þau hlusti á eðlilegar kröfur okkar um að samningsréttur sé virtur,“ segir Þórunn.Ólafur, nú er þetta búið að liggja í loftinu lengi. Kom þetta engu að síður á óvart?„Það kom ekki beint á óvart en ég vildi bara ekki trúa því að þeir myndu ganga svo langt að vega hér svona alvarlega að samningarétti opinberra starfsmanna. Þetta er mjög alvarlegt mál . Við sjáum það bara á okkar hóp að fólk er mjög reitt yfir þessu og tekur þessu ekki þegjandi. Við höfum miklar áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á opinbera kerfið og þá alveg sérstaklega á heilbrigðiskerfið,“ segir Ólafur. Þau telja bæði að ekki hafi verið fullreynt við samningaborðið.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira