"Vissum ekki að landbúnaðarráðherra færi með kjaramál“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 15:53 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla Sigurð Inga Jóhannsson kjaramálaráðherra þessa stundina vísir/vilhelm Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
„Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25
Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent