Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 11:53 Þing kemur saman innan skamms til að ræða frumvarpið. vísir/stefán Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00