Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Valur 1-2 | Sjáðu furðulega sjálfsmarkið Haraldur Árni Hróðmarsson á Nettó-vellinum í Keflavík skrifar 14. júní 2015 21:00 Keflavík og Valur mættust í 8. umferð Pepsideildarinnar á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í neðsta sæti með einungis 4 stig á meðan Valsarar voru með 11 stig í 5. sæti og búnir að vinna tvo leiki í röð. Valur vann, 2-1. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur en Valsarar náðu frumkvæðinu og héldu boltanum betur án þess þó að skapa sér marktækifæri að neinu ráði. Keflvíkingar beittu skyndisóknum þegar þeir unnu boltann og var leikurinn í jafnvægi lungan úr hálfleiknum eða þar til á 40. mínútu þegar Gunnar Jarl Jónsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Harald Frey Guðmundsson, fyrirliða Keflvíkinga. Haukur Páll Sigurðsson stökk þá upp í skallabolta en Haraldur virtist ýta í bakið á honum og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu heimamanna. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði með fastri spyrnu sem Sindri Kristinn Ólafsson var hársbreidd frá því að verja. Mínútu síðar barst langur bolti inn á vallarhelming Keflvíkinga og samskiptaleysi á milli Kiko Insa og Sindra Kristins varð til þess að Spánverjinn skoraði í eigið net. Sindri ætlaði augljóslega að hlaupa út og hirða boltann en skilaboðin þess efnis bárust augljóslega ekki til Kiko sem sendi boltann til baka þar sem enginn stóð. Afar óheppilegt mark og Keflavík óvænt orðið tveimur mörkum undir í leik sem ekkert hafði gerst í. Greinilegt var að Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar liðsins, náðu að kveikja bál í sínum mönnum í búningsklefanum. Allt annað var að sjá til Keflvíkinga í síðari hálfleik. Þeir tóku frumkvæðið og gerðu harða hríð að vörn Valsara. Kristinn Ingi fékk þó dauðafæri á 52. mínútu eftir mistök Haralds Freys en markmaðurinn ungi, Sindri Kristinn, varði glæsilega. Á 62. mínútu urðu Ingvari Kale á mistök í marki Vals þegar hann kom út og skallaði boltann í innkast því boltastrákur Keflavíkur var vel með á nótunum og kastaði öðrum bolta til sinna manna, eins og starf hans snýst um, sem komu boltanum á Hólmar Örn. Hólmar lét vaða af35 metra færi í stöngina og inn. Ingvar átti í talsverðum erfiðleikum eftir markið og átti mörg vafasöm úthlaup sem sköpuðu óþarfa hættu við mark Valsara. Sókn Keflavíkur var þung undir lok leiksins en liðið náði ekki að skapa sér almennileg færi og sigur Valsara var ekki í mikilli hættu. Erfitt er að kalla sigurinn sanngjarnan en Keflvíkingar geta nagað á sér handarbökin, hvort sem vítaspyrnan var réttur dómur eða ekki. Hörður Sveinsson virtist togna á læri í leiknum og erfitt er að sjá hver getur leitt framlínu Keflvíkinga ef hans nýtur ekki við næstu vikunnar. Sterkur sigur hjá Val þó staðreynd og liðið virðist til alls líklegt eftir þrjá sigurleiki í röð. Liðið spilar ágætis fótbolta og miðvarðaparið, Orri Sveinn og Thomas Christensen, er feykisterkt. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framhaldinu því þeir gætu vel blandað sér í toppbaráttuna af fullum krafti.Haukur Ingi: Erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði Haukur Ingi Guðnason var upplitsdjarfur þrátt fyrir tap á heimavelli. Aðspurður um vikuna fyrir leik sagði Haukur: „Fyrsta þjálfaravikan gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki skilað þremur stigum, við erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði sem strákarnir hafa tekið vel í og við þurfum einfaldlega að halda okkar striki. Strákarnir eru hundsvekktir að hafa ekki náð að jafna leikinn sem er jákvætt fyrir framhaldið.“ Haukur Ingi var ekki sannfærður um vítaspyrnudóminn: „Mér fannst, án þess að hafa séð þetta atvik í sjónvarpi, þetta vera ansi strangur dómur. Ef þetta var víti hefði verið hægt að dæma 3-4 víti í þessum leik er ég sannfærður um. En vissulega er það rétt að á tveimur mínútum lendum skyndilega tveimur mörkum undir og það getur verið ansi brött brekka að klífa. Við Jóhann ræddum það við liðið í hálfleik að það væri ansi auðvelt að brotna niður við slíkt mótlæti en heilt yfir erum við afar sáttir með viðbrögð liðsins í síðari hálfleik, menn lögðu sig fram og reyndu að ná í stig." Hörður Sveinsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik. „Hörður virtist togna og það leit ekki vel út fyrir okkur. Það er slæmt að missa hann í 2-4 vikur þar sem hann hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur,“ sagði Haukur Ingi að lokum.Haraldur Freyr: Fáum fullt af stigum Haraldur Freyr tók í sama streng og þjálfarinn. „Heilt yfir var frammistaðan fín fyrir utan þessar 2-3 mínútur í fyrri hálfleik sem réðu úrslitum að lokum. Mér fannst vítaspyrnan mjög soft, ég set vissulega hendina í Hauk Pál en ef þetta er víti þá þarf að dæma ansi mörg víti í hverjum einasta fótboltaleik. Ég held að við getum náð í fullt af stigum í framhaldinu, mér þokkalega á framhaldið og við erum bara brattir og munum halda áfram að bæta okkar leik,“ sagði fyrirliði Keflvíkinga.Ólafur: Bætum bara við mörkum í næsta leik Ólafur Jóhannesson var léttur í leikslok. „Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við þar sem Keflvíkingar fengu sjálfstraust úr síðasta leik. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en mér fannst við vera með yfirhöndina og skyndilega var staðan orðin 2-0 fyrir okkur og við í frábærri stöðu. Í síðari hálfleik þá héldum við boltanum illa, snertum hann of mikið og leystum Keflvíkingana ekki nógu vel. En vörnin hélt og stóð stig feykilega vel,“ sagði hann. Valsarar fengu nokkur góð færi til að gera út um leikinn en tókst að klúðra þeim öllum. „Við fáum nokkur góð færi til að bæta við þriðja markinu en það gerðist ekki, við gerum það bara í næsta leik,“ sagði Ólafur glottandi . Aðspurður hvort spekingar hefðu fyrir mótið misreiknað Valsliðið og talið þá veikari en þeir eru vildi Ólafur ekkert gefa upp: „Ég veit svosem ekkert hvað spekingum fannst um okkur en við höldum okkar striki og við erum á ágætis stað í deildinni og ánægðir með stigasöfnunina hingað til.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Keflavík og Valur mættust í 8. umferð Pepsideildarinnar á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar í neðsta sæti með einungis 4 stig á meðan Valsarar voru með 11 stig í 5. sæti og búnir að vinna tvo leiki í röð. Valur vann, 2-1. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur en Valsarar náðu frumkvæðinu og héldu boltanum betur án þess þó að skapa sér marktækifæri að neinu ráði. Keflvíkingar beittu skyndisóknum þegar þeir unnu boltann og var leikurinn í jafnvægi lungan úr hálfleiknum eða þar til á 40. mínútu þegar Gunnar Jarl Jónsson dómari dæmdi vítaspyrnu á Harald Frey Guðmundsson, fyrirliða Keflvíkinga. Haukur Páll Sigurðsson stökk þá upp í skallabolta en Haraldur virtist ýta í bakið á honum og vítaspyrna dæmd við litla hrifningu heimamanna. Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði með fastri spyrnu sem Sindri Kristinn Ólafsson var hársbreidd frá því að verja. Mínútu síðar barst langur bolti inn á vallarhelming Keflvíkinga og samskiptaleysi á milli Kiko Insa og Sindra Kristins varð til þess að Spánverjinn skoraði í eigið net. Sindri ætlaði augljóslega að hlaupa út og hirða boltann en skilaboðin þess efnis bárust augljóslega ekki til Kiko sem sendi boltann til baka þar sem enginn stóð. Afar óheppilegt mark og Keflavík óvænt orðið tveimur mörkum undir í leik sem ekkert hafði gerst í. Greinilegt var að Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar liðsins, náðu að kveikja bál í sínum mönnum í búningsklefanum. Allt annað var að sjá til Keflvíkinga í síðari hálfleik. Þeir tóku frumkvæðið og gerðu harða hríð að vörn Valsara. Kristinn Ingi fékk þó dauðafæri á 52. mínútu eftir mistök Haralds Freys en markmaðurinn ungi, Sindri Kristinn, varði glæsilega. Á 62. mínútu urðu Ingvari Kale á mistök í marki Vals þegar hann kom út og skallaði boltann í innkast því boltastrákur Keflavíkur var vel með á nótunum og kastaði öðrum bolta til sinna manna, eins og starf hans snýst um, sem komu boltanum á Hólmar Örn. Hólmar lét vaða af35 metra færi í stöngina og inn. Ingvar átti í talsverðum erfiðleikum eftir markið og átti mörg vafasöm úthlaup sem sköpuðu óþarfa hættu við mark Valsara. Sókn Keflavíkur var þung undir lok leiksins en liðið náði ekki að skapa sér almennileg færi og sigur Valsara var ekki í mikilli hættu. Erfitt er að kalla sigurinn sanngjarnan en Keflvíkingar geta nagað á sér handarbökin, hvort sem vítaspyrnan var réttur dómur eða ekki. Hörður Sveinsson virtist togna á læri í leiknum og erfitt er að sjá hver getur leitt framlínu Keflvíkinga ef hans nýtur ekki við næstu vikunnar. Sterkur sigur hjá Val þó staðreynd og liðið virðist til alls líklegt eftir þrjá sigurleiki í röð. Liðið spilar ágætis fótbolta og miðvarðaparið, Orri Sveinn og Thomas Christensen, er feykisterkt. Spennandi verður að fylgjast með þeim í framhaldinu því þeir gætu vel blandað sér í toppbaráttuna af fullum krafti.Haukur Ingi: Erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði Haukur Ingi Guðnason var upplitsdjarfur þrátt fyrir tap á heimavelli. Aðspurður um vikuna fyrir leik sagði Haukur: „Fyrsta þjálfaravikan gekk ágætlega þrátt fyrir að hafa ekki skilað þremur stigum, við erum að vinna með ákveðna hugmyndafræði sem strákarnir hafa tekið vel í og við þurfum einfaldlega að halda okkar striki. Strákarnir eru hundsvekktir að hafa ekki náð að jafna leikinn sem er jákvætt fyrir framhaldið.“ Haukur Ingi var ekki sannfærður um vítaspyrnudóminn: „Mér fannst, án þess að hafa séð þetta atvik í sjónvarpi, þetta vera ansi strangur dómur. Ef þetta var víti hefði verið hægt að dæma 3-4 víti í þessum leik er ég sannfærður um. En vissulega er það rétt að á tveimur mínútum lendum skyndilega tveimur mörkum undir og það getur verið ansi brött brekka að klífa. Við Jóhann ræddum það við liðið í hálfleik að það væri ansi auðvelt að brotna niður við slíkt mótlæti en heilt yfir erum við afar sáttir með viðbrögð liðsins í síðari hálfleik, menn lögðu sig fram og reyndu að ná í stig." Hörður Sveinsson fór meiddur af velli í síðari hálfleik. „Hörður virtist togna og það leit ekki vel út fyrir okkur. Það er slæmt að missa hann í 2-4 vikur þar sem hann hefur staðið sig frábærlega fyrir okkur,“ sagði Haukur Ingi að lokum.Haraldur Freyr: Fáum fullt af stigum Haraldur Freyr tók í sama streng og þjálfarinn. „Heilt yfir var frammistaðan fín fyrir utan þessar 2-3 mínútur í fyrri hálfleik sem réðu úrslitum að lokum. Mér fannst vítaspyrnan mjög soft, ég set vissulega hendina í Hauk Pál en ef þetta er víti þá þarf að dæma ansi mörg víti í hverjum einasta fótboltaleik. Ég held að við getum náð í fullt af stigum í framhaldinu, mér þokkalega á framhaldið og við erum bara brattir og munum halda áfram að bæta okkar leik,“ sagði fyrirliði Keflvíkinga.Ólafur: Bætum bara við mörkum í næsta leik Ólafur Jóhannesson var léttur í leikslok. „Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við þar sem Keflvíkingar fengu sjálfstraust úr síðasta leik. Fyrri hálfleikur var frekar daufur en mér fannst við vera með yfirhöndina og skyndilega var staðan orðin 2-0 fyrir okkur og við í frábærri stöðu. Í síðari hálfleik þá héldum við boltanum illa, snertum hann of mikið og leystum Keflvíkingana ekki nógu vel. En vörnin hélt og stóð stig feykilega vel,“ sagði hann. Valsarar fengu nokkur góð færi til að gera út um leikinn en tókst að klúðra þeim öllum. „Við fáum nokkur góð færi til að bæta við þriðja markinu en það gerðist ekki, við gerum það bara í næsta leik,“ sagði Ólafur glottandi . Aðspurður hvort spekingar hefðu fyrir mótið misreiknað Valsliðið og talið þá veikari en þeir eru vildi Ólafur ekkert gefa upp: „Ég veit svosem ekkert hvað spekingum fannst um okkur en við höldum okkar striki og við erum á ágætis stað í deildinni og ánægðir með stigasöfnunina hingað til.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira