Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að leggja fram frumvarp sem stöðvar verkfall BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þingfundur átti að hefjast klukkan hálf eitt en hefur verið flýtt og mun hann hefjast klukkan tíu. Þingflokksfundir eru klukkan níu.

Í frumvarpinu verður lagt til að verkfallsaðgerðum verði frestað til 1. júlí og verður sá tími nýttur til að ná samkomulagi. Takist það ekki mun kjaradeilan fara í gerðardóm.