Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2015 11:25 Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“ Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar eru farnir að segja upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaradeilu þeirra og ríksins. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. Samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga hittust á árangurslausum samningafundi í Karphúsinu í gær. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir algjöra pattstöðu í kjaradeilunni og að enginn nýr samningafundur hafi verið boðaður. Þá segir Ólafur að í gær hafi að minnsta kosti þrír hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í deilunni. „Ég fékk fréttir af því í gærkvöldi að fólk væri farið að segja upp og af því hef ég miklar áhyggjur,“ segir Ólafur. „Enda erum við í þessari vegferð núna til þess að reyna að tryggja hjúkrun til framtíðar á Íslandi og þetta vinnur algjörlega gegn þeim þeim markmiðum okkar. En ef þrír eru byrjaðir nú þegar, þá geri ég nú ráð fyrir að fleiri komi í kjölfarið.“ Ólafur segir hjúkrunarfræðinga hafa áhyggjur af því að lög verði sett á verkallið. „Vissulega óttumst við það enda eru ráðherrar búnir að vera mjög bersöglir í fréttum undanfarna daga um að gærdagurinn hafi verið síðasti dagurinn til að ná samningum. Þannig að vissulega óttast ég það að þetta sé komið á það stig að lög verði sett á verkfallið,“ segir Ólafur. Hann telur að lagasetning geti haft mikil áhrif á hjúkrunarfræðinga, „Þá held ég að það verði bara slæmt fyrir heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem að þetta getur valdið losi á hjúkrunarfræðingum og þeir leita í önnur störf og erlendis og ég hef bara mjög miklar áhyggjur af því að þetta hafi mjög mikil áhrif á allt saman,“ segir Ólafur. Hann segir áhrifa verkfalls hjúkrunarfræðinga gæta á heilbrigðisstofnunum um allt land. „Heilbrigðiskerfið þolir ekki langt verkfall hjúkrunarfræðinga eins og bara sýnir sig núna að til dæmis Landspítalinn er í mjög erfiðu ástandi. Við þurftum meðal annars að opna hjartagáttina í gær, það er sem sagt bráðamóttöku hjartans, vegna þess að slysadeildin réði ekki við álagið í gærkvöldi. Þannig að það er alveg ljóst að ástandið er mjög alvarlegt.“
Kennaraverkfall Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36