Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Bjarki Ármannsson skrifar 11. júní 2015 10:36 Áhrif verkfallsins á starfsemi Landspítalans eru mikil og alvarleg. Vísir/Vilhelm Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í rúmar níu vikur og verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í rúmar tvær. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru gífurleg og allir deiluaðilar orðnir langeygðir eftir því að lausn fáist í málið. Samninganefndir bæði BHM og hjúkrunarfræðinga funduðu með samninganefndum ríkisins í gær. Viðræðum við bæði félögin var slitið í gær án árangurs og nú virðist fátt geta komið í veg fyrir að stjórnvöld setji lögbann á verkfallið, jafnvel strax í dag.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.Vísir/PjeturRáðamenn hafa talað um lagasetningu á verkfallið sem algjört neyðarúrræði en í Morgunblaði dagsins í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að það þurfi að velta því „mjög alvarlega“ fyrir sér hvort það séu einhverjar líkur á því að samningar náist úr þessu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra lét þau orð falla á Alþingi í byrjun mánaðar að hann gæti ekki útilokað lagasetningu. Á þriðjudag sagði hann svo í viðtali við fréttastofu RÚV að lausn í kjaradeilunni þyrfti að nást samdægurs eða daginn eftir. Gengi það ekki eftir, þyrfti að „leita annarra leiða.“ Kristján Þór vildi ekki tjá sig um stöðuna í gær eftir að fundur með hjúkrunarfræðingum bar ekki árangur og ekki hefur náðst í hann nú í morgun. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir hins vegar í samtali við RÚV í dag að enn verði að halda í þá von að samningar takist. Forystumenn félaganna sjálfra eru ekki jafnvongóðir. Í samtali við Vísi í gær sagðist Ólafur G. Pétursson, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, óttast það að til lagasetningar kæmi, miðað við ummæli stjórnvalda.Frá mótmælum BHM fyrr í mánuðinum.Vísir/PjeturÍ kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær tók Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, í svipaðan streng og Ólafur, spurður um hvort hann óttaðist lagasetningu á verkfallið. „Ég hef nú ekki viljað trúa því lengi vel að lýðréttindi væru ekki virt í þessu landi. En ráðamenn eru með hótanir uppi um það og það verðum við að taka alvarlega,“ sagði Páll.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00 Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25 Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01 Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Segir að verkföllin valdi óbætanlegu tjóni Landlæknir kveður stjórnvöld bera ábyrgð á að verkföllum ljúki með einum eða öðrum hætti. 10. júní 2015 07:00
Viðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins slitið án árangurs Trúlegt að lagasetning á verkföll sé nú yfirvofandi. 10. júní 2015 14:25
Launaseðill hjúkrunarfræðings „Í tilefni af umræðu um meðallaun íslenskra hjúkrunarfræðinga þá er hér meðfylgjandi síðasti launaseðill minn áður en verkfall skall á.“ 11. júní 2015 10:01
Deila hjúkrunarfræðinga við ríkið í algjörum hnút „Ég hef mjög miklar áhyggjur af því að þetta muni hafa skaðleg áhrif á heilbrigðiskerfið til framtíðar þar sem hjúkrunarfræðingar hafa gefið það til kynna að þeir muni ekki sætta sig við að það verði sett lög á okkar verkfall,“ segir formaður félags hjúkrunarfræðinga. 10. júní 2015 18:34