Mögulegur úrslitafundur í deilunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. júní 2015 12:02 Frá fyrri samningafundi. Vísir/Valli Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason. Verkfall 2016 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Samninganefndir BHM og hjúkrunarfræðinga sitja á fundum með samninganefnd ríksins í Karphúsinu. Fundurinn gæti verið ákveðinn úrslitafundur í deilunni að mati formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. Stíf fundarhöld hafa verið í Karphúsinu í morgun. Klukkan níu mætti samninganefnd Bandalags háskólamanna á fund með samninganefnd ríksins en verkfallsaðgerðir BHM hafa nú staðið í rúmar 9 vikur. Klukkan ellefu kom svo samninganefnd Félags íslenkra hjúkrunarfræðinga til fundar við samninganefnd ríkisins. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaradeilunum undanfarið en vika er síðan samninganefndirnar funduðu síðast. „Það er boðað til þessa fundar sem svona stöðufundar um málið þannig að, þannig að, ég er bara svona hóflega bjartsýnn á að eitthvað gerist í dag,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Landlæknir birti í gær minnisblað sem hann sendi til ríkisstjórnarinnar. Þar er þess krafist að verkföllum ljúki tafarlaust þar sem þau valda óbætanlegu tjóni fyrir sjúklinga og fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur segist óttast að lög verði sett á verkfall hjúkrunarfræðinga. „Eins og ég hef sagt við okkar viðsemjendur þá erum við með ákveðið lágmark sem við getum ekki farið undir og við höfum sagt það að lagasetning mun ekki leysa þetta vandamál heldur eingöngu fresta því og ég stend svo sem bara við það áfram. Komi til þess að það verði hérna lagasetning hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðinga hreinlega hverfi á braut og við stöndum uppi með hálf laskað heilbrigðiskerfi,“ segir Ólafur. Hann segir fundinn í dag í geta verið ákveðinn úrslitafund í kjaradeilunni. Ólafur segir enn bera mikið á milli deiluaðila. „Það er alltaf þessi sami rami sem að var samið um á almenna markaðnum og ég hreinlega upplifi það svolítið þannig að við höfum ekki samningsrétt heldur hafi almenni markaðurinn samið fyrir okkar hönd. Það þykir mér heldur undarlegt þar sem að launakerfi hins opinbera er allt annars eðlis,“ segir Ólafur G. Skúlason.
Verkfall 2016 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira