Algjört frost í kjaraviðræðum BHM og ríkisins Kjartan Hreinn Njálsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 29. júní 2015 14:24 Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Allt stefnir í að gerðardómur ákveði laun rúmlega 11 þúsund félagsmanna BHM. Síðasti samningafundur í kjaradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir ólíklegt að sáttasemjari boði til fundar fyrir mánaðamót. „Það væri þá aðeins ef að samninganefnd ríkisins kæmi að borðinu með nýtt tilboð,“ segir Þórunn. Með lögum á verkfallsaðgerðir félagsmanna BHM verður kjaradeilunni vísað í gerðardóm þann 1. júlí næstkomandi. Þannig er útlit fyrir að Hæstiréttur skipi þrjá einstaklinga í gerðardóm og þeir munu ákveða kjör félagsmanna BHM. „Dómurinn ákveður laun félaga í BHM fyrir 15. ágúst en á það ber að líta að við höfum stefnt ríkinu vegna lagasetningarinnar og ætlum að reyna að hnekkja henni.“ Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi og hefur þegar verið þingfest. Málflutningur fer fram í byrjun næstu viku. „Í rauninni er búið að setja gerðardómi fyrir við hvað eigi að miða og hvernig eigi að setja niður laun félaga í BHM þannig að það má svo sem segja að hljóðið í okkar fólki sé jafnslæmt og það var þá. Það er ljóst að annar samningsaðilinn setti þessi lög til þess að reyna að lögleiða sitt tilboð, við sjáum ekki betur.“ Hún segir BHM hafa reynt að leiða ríkinu það fyrir sjónir að það og félagsmenn BHM hafi sameiginlega hagsmuni af því að meta menntun til launa, greiða fólki mannsæmandi laun og halda háskólamenntuðum í starfi á Íslandi. „En svo virðist sem að ríkið meti það með öðrum hætti.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32 Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20 Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
„Stuttum og árangurslausum“ fundi BHM og ríkisins slitið Formaður BHM segir ekki útlit fyrir annað en að deilan fari fyrir Gerðardóm. 23. júní 2015 17:32
Formaður BHM veit ekki við hverju skal búast á samningafundi í dag „Það verður bara að koma í ljós. Ef ríkið kemur með eitthvað nýtt þá skoðum við það bara.“ 23. júní 2015 13:20
Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið. 25. júní 2015 09:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent