Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2015 11:30 Jean-Claude Juncker sakaði Grikklandsstjórn um eigingirni og popúlisma. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“. Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun og segir hana hafa „svikið“ sig í viðræðum Grikkja og lánadrottna þeirra. Á fréttamannafundinum sagði Juncker gríska ráðamenn hafa sýnt fram á mikla „eigingirni“ og „popúslisma“ í viðræðunum. Sjálfur hafi hann gert allt til að auðvelda það að ná fram samkomulagi, en að tillögur Grikklandsstjórnar hafi bæði skilað sér seint og hafi verið „vísvitandi breytt“. Þannig ætti ESB ekki skilið gagnrýni Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og annarra ráðherra grísku stjórnarinnar. Juncker vísaði einnig til orða grískra ráðamanna um „úrslitakosti“ og „kúgun“. „Það er ekki samboðið Grikklandi að setja sig upp á móti átján öðrum lýðræðisríkjum [evruríkin]. Það hjálpar engum, að minnsta kosti ekki grísku þjóðinni.“Ekkert lýðræðisríki meira virði en annaðÞá sagði Juncker að ekkert lýðræðisríki vera meira virði en annað. „Annað hvort erum við öll sigurvegarar, eða þá öll taparar. Þess vegna er það mjög sörglegt, það sem Evrópa hefur upplifað síðustu dagana. Taktískir leikir og popúlístísk útspil hefur tekið yfir aðra þætti.“Sjá einnig: Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í Grikklandi í 41 ár Gríska kauphöllin opnar ekki í dag og þá verða bankar í Grikklandi lokaðir alla þessa viku. Gríska ríkisstjórnin tók þá ákvörðun í kjölfar þess að Seðlabanki Evrópu ákvað að lengja ekki í línu neyðaraðstoðar til handa bönkunum svo þeir gætu haldið starfsemi sinni áfram.Engin skyndilausn í boðiJuncker sagði enga skynilausn vera í boði til að bjarga grískum efnahag. Slíkt krefjist umbóta. Hann varði tillögur ESB og hafnaði því að þær fælu meðal annars í sér skertar lífeyrisgreiðslur til Grikkja. „Slíkar tillögur voru aldrei uppi á borði. Það sem er uppi á borðum eru tillögur um að nútímavæða gríska opinbera geirann.“ Þá sagði Juncker að ESB hafi farið fram á niðurskurð í grískum varnarmálum sem hann lýsti sem „fullkomlega sanngjörnum“.
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36