Grikkir stefna í þjóðargjaldþrot Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2015 21:02 Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins. Grikkland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Lánadrottnar Grikkja höfnuðu því á neyðarfundi í Brussel í dag, að gefa þeim frest til til að ganga að skilmálum þeirra fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem forsætisráðherra Grikklands boðaði óvænt til í gærkvöldi. Hann segir lánaskilyrðin niðurlægjandi og kalla á óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Alexis Tsipras forsætisráðherra boðaði öllum að óvörum til þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júli um skilyrði lánadrottna fyrir frekari fyrirgreiðslu eftir árangurslausa fundi um vandamál Grikkja í Brussel í vikunni. Almenningur á yfirleitt ekki stórar bankainnistæður en margir þeirra sem eitthvað eiga í bönkum þustu í þá í morgun til að taka út peninga siína af ótta við þjóðargjaldþrot. En frestur Grikkja til að greiða 1,6 milljarða evra af láni hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnmum rennur út á þriðjudag. Jeroen Dijsselbloem framkvæmdastjóri evrusamstarfsins sagði síðdegis að boðun þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi komið óþægilega á óvart. „Þeir hafa þar með hafnað nýjustu tillögum og tilboðum frá þremur stofnunum og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar undir neikvæðum formerkjum og neikvæðum ráðleggingum til grísku þjóðarinnar. Þetta er dapurleg ákvörðun hjá grískum stjórnvöldum vegna þess að með henni loka þeir dyrum samninga sem enn voru opnar,“ segir Dijsselbloem. Kosið var til gríska þingsins í janúar og lofuðu núverandi stjórnarflokkar, Syriza og Sjálfstæðir Grikkir, mikili hörku í samskiptum sínum við lánadrottna, sem eru aðallega Evópski Seðlabankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Þjóðverjar sem sameiginlega hafa lánað Grikkjum 250 milljarða evra. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir lýðræðið, fyrir Grikki og alla Evrópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan sem er framundan er hluti samningaviðræðnanna en ekki endir þeirra. Við vonum að Grikkir taki yfirvegaða ákvörðun,“ sagði Aristides Baltas menntamálaráðherra landsins á leið til þingfundar í Aþenu í dag. Þannig að Grikkir haldi áfram veru sinni í Evrópusambandinu og evrusamstarfinu en setji stöðugleika innanlands og stöðvun aðhaldsaðgerða ofar öllu öðru. En stjórnarandstaðan er ekki á sama máli og telja leiðtogar hennar ríkisstjórnina jafnvel vera að leiða Grikki til glötunar með háttarlagi sínu. „Þetta er röng nálgun, það ætti allls ekki að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta. Það er nýbúið að kjósa í landinu. Ef ríkisstjórninni hefur mistekist að komast að góðu samkomulagi getur hún ekki stefnt framtíð innan Evrópusambandsins Grikkja í tvísýnu því almenningur er hlyntur sambandinu. Það má ekki stefna því í voða. Þannig að ef stjórnin höndlar þetta ekki ætti að boða strax til nýrra kosninga,“ segir Eva Kaili þingmaður Pasok flokksins.
Grikkland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira