Aron Þórður Albertsson tryggði HK 3-2 sigur á KA í rosalegum leik í fyrstu deild karla í dag. KA var 2-1 yfir þegar uppbótartíminn fór af stað.
Davíð Rúnar Bjarnason kom KA yfir á 21. mínútu, en Guðmundur Atli Steinþórsson jafnaði metin fyrir HK rétt fyrir hlé.
KA komst yfir strax í upphafi síðari hálfleiks eða á 48. mínútu, en þá skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson af vítapunktinum. Heimamenn voru ekki af baki dottnir því Guðmundur Atli Steinþórsson jafnaði metin í uppbótartíma.
Ballið var ekki búið því Aron Þórður Albertsson reyndist hetja HK, en hann skoraði sigurmarkið mínútu eftir mark Guðmundar og því staðan 3-2 fyrir HK eftir að hafa verið að tapa 2-1 þegar uppbótartíminnn hófst.
HK er með níu stig eftir átta leiki í níunda sætinu, en KA er í fimmta sætinu með fjórtán stig.
