Nýr veltibíll til Ökuskóla 3 Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 14:02 Veltibíllinn í sinni eðlilegustu stöðu. Nýlega afhenti Hekla forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl af tegundinni Volkswagen Golf og er það sá fimmti í röðinni. Veltibíllinn sneri aftur tímabundið til heimahaganna meðan á Volkswagen deginum stóð og tók snúning með gestum sem bættust í hóp þeirra 300.000 Íslendinga sem hafa farið hring í veltibílnum á þeim tuttugu árum sem veltibíllinn hefur verið notaður. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í Heklu á dögunum þegar veltibíllinn var sýndur og Volkswagen dagurinn var haldinn hátíðlegur. Fjölmargar glæsibifreiðar frá Volkswagen voru auk hans til sýnis, þar á meðal Volkswagen e-Golf, Touareg, Passat og glænýr Volkswagen Golf GTE sem var forsýndur við þetta tilefni. Volkswagen Golf GTE hefur verið beðið með eftirvæntingu en um er að ræða fyrsta tengiltvinnbíl Volkswagen. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er því afar sparneytinn og umhverfisvænn. Hann er einnig kraftmikill og fer úr núlli í hundrað á 7,6 sekúndum og nær 222 kílómetra hámarkshraða. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent
Nýlega afhenti Hekla forsvarsmönnum Brautarinnar og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl af tegundinni Volkswagen Golf og er það sá fimmti í röðinni. Veltibíllinn sneri aftur tímabundið til heimahaganna meðan á Volkswagen deginum stóð og tók snúning með gestum sem bættust í hóp þeirra 300.000 Íslendinga sem hafa farið hring í veltibílnum á þeim tuttugu árum sem veltibíllinn hefur verið notaður. Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í Heklu á dögunum þegar veltibíllinn var sýndur og Volkswagen dagurinn var haldinn hátíðlegur. Fjölmargar glæsibifreiðar frá Volkswagen voru auk hans til sýnis, þar á meðal Volkswagen e-Golf, Touareg, Passat og glænýr Volkswagen Golf GTE sem var forsýndur við þetta tilefni. Volkswagen Golf GTE hefur verið beðið með eftirvæntingu en um er að ræða fyrsta tengiltvinnbíl Volkswagen. Hann gengur fyrir bæði rafmagni og bensíni og er því afar sparneytinn og umhverfisvænn. Hann er einnig kraftmikill og fer úr núlli í hundrað á 7,6 sekúndum og nær 222 kílómetra hámarkshraða.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent