Nissan Juke-R 2.0 á Goodwood Festival of Speed Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 14:50 Nissan Juke-R 2.0. Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent
Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent