Dómaranefnd KSÍ: Treystum á að dómararnir séu heiðarlegir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 13:01 Úr leiknum í gær. vísir/valli Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Mikil umræða hefur spunnist um frammistöðu dómarans Helga Mikaels Jónassonar í leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum í gær en það gerði Fanndís Friðriksdóttir úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf. Atvikið má sjá á SportTV.is eða með því að smella hér. Sjá einnig: Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu. Selfyssingar voru mjög ósáttir við dóminn en einnig þá staðreynd að Helgi Mikael er uppalinn hjá Breiðabliki.Verða alltaf einhverjir árekstrar Magnús Már Jónsson, starfsmaður dómaranefndar KSÍ, segir að skoða verði málið í stærra samhengi en gert hefur verið. „Það er þannig að við erum að raða niður á 4500 störf á ársgrundvelli og þetta er gríðarlegt magn leikja sem við þurfum að manna,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. „Við búum við það hér á landi að dómararnir koma frá félögunum. Annars staðar koma dómararnir frá dómarafélögum. Þannig að það verða alltaf einhverjir árekstrar hérna. „Þarna erum við að fá inn mjög efnilegan og flottan dómara sem við vitum að á eftir að fara mjög langt. Kristinn Jakobsson er t.a.m. hans „mentor“ og sér um að fara yfir leikina með honum og styðja hann á allan hátt. „Við höfum mikla trú á þessum dreng,“ sagði Magnús ennfremur en ljóst er að miklar vonir eru bundnar við Helga Mikael sem er, þrátt fyrir ungan aldur, farinn að klífa metorðastigann í dómgæslunni. Hann hefur m.a. dæmt í Pepsi-deild kvenna, 1. og 2. deild karla og verið varadómari á leikjum í Pepsi-deild karla.Fjögur ár nógu langur tími Helgi Mikael, sem er 21 árs, spilaði með Breiðabliki upp alla yngri flokkana en skipti yfir í FH árið 2011 og síðar það ár skipt hann yfir í Val. Í dag dæmir Helgi fyrir Boltafélag Norðfjarðar. Magnús segir að nógu langur tími sé liðinn svo Helgi geti dæmt leiki Breiðabliks. „Hann rauf öll tengsl við Breiðablik 2011 og síðan fer hann í Fram, FH og Val. Getur hann þá aldrei dæmt hjá þessum félögum? „Við erum settir í nokkurn vanda með þessum félagatengslum. Og svo er annað með þennan strák að hann er mjög duglegur að dæma og hjálpar félögunum á veturna - þau hringja í hann og biðja hann um að dæma fyrir sig. Er hann þá óhæfur? „Maður veit aldrei hvar þessi mörk liggja,“ sagði Magnús og bætti því við að dómaranefnd KSÍ væri ekki með neinar skrifaðar reglur um hversu langur tími þarf að líða þarna á milli; frá því dómari leikur með eða starfar hjá félagi og þangað til hann má dæma leiki með því. „Það er ekkert skrifað, við förum bara eftir okkar tilfinningu. Þarna eru fjögur ár liðin frá því hann rýfur öll tengsl við Breiðablik og við teljum að það sé alveg nægur tími. „En það mikilvægasta er að við treystum á að dómarar séu heiðarlegir. Og við höfum ekki neina ástæðu til að efast um þennan strák. Hann hefur komist mjög vel frá sínum verkefnum,“ sagði Magnús sem finnst Helgi ekki hafa verið settur í erfiða aðstöðu með því að dæma leik hjá sínu uppeldisfélagi. „Við lítum miklu frekar á að Valur sé vandamálið. Þar starfaði hann síðast og var þjálfari hjá félaginu. Spurningin er þá hvort við eigum að gera hann óhæfan hjá 4-5 félögum. Við lítum ekki á þetta sem vandamál, við treystum mönnum í verkefnið,“ sagði Magnús að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, segir að KSÍ hefði ekki átt að setja Helga Mikael Jónsson á leik Breiðabliks og Selfoss í ljósi tengsla hans við fyrrnefnda liðið. 24. júní 2015 11:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00