Sjáðu Koenigsegg One:1 ná 300 og stöðva á 17,95 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 11:42 Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent