Sjáðu Koenigsegg One:1 ná 300 og stöðva á 17,95 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 11:42 Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent
Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent