Sjáðu Koenigsegg One:1 ná 300 og stöðva á 17,95 sekúndum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 11:42 Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent
Sænski bílaframleiðandinn Koenigsegg sló um daginn eigið tímaheimsmet í að ná 300 kílómetra hraða og koma bílnum aftur í kyrrstöðu. Þetta tók Koenigsegg One:1 aðeins 17,95 sekúndur, sem er hreint ótrúlega skammur tími. Fyrra metið átti Koenigsegg Agera R sem náði þessu á 21,19 sekúndum árið 2011, en nú var þetta met bætt um heilar 3,24 sekúndur. Koenigsegg One:1 er 1.341 hestöfl og vegur 1.341 kíló og þaðan er nafn bílsins komið. Það sem meira var við metbætinguna um daginn þá snerti ökumaður One:1 bílsins vart stýrið allan tímann og var það hægt vegna háþróaðs fjöðrunarkerfis bílsins sem inniheldur þriðja demparann að aftan og tengir saman báðar hliðar bílsins. Hér að ofan má sjá þennan ótrúlega bíl frá sænska framleiðandanum Koenigsegg setja þetta met, svo til sjálfakandi.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent