Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 11:16 Þjálfarar Selfoss létu skömmum rigna yfir dómaratríóið í hálfleik. vísir/valli „Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00