57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 11:09 Breiðan í Elliðaánum er mjög gjöful á göngutímanum Mynd: KL Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði
Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði