Hreyfing komin á kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:09 Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47
Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22