Hreyfing komin á kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. júní 2015 19:09 Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Vísir/Vilhelm Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hreyfing er komin á kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar eftir hádegi í dag og segist formaður félagsins vera vongóður um að samningar náist. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir ríkisins og hjúkrunarfræðinga til fundar klukkan níu í morgun. Er þetta fyrsti samningafundurinn sem haldinn er frá því lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og félagsmanna BHM þann 13. júní síðastliðinn. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, var fámáll í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld en sagði að góður gangur væri í viðræðunum. „Það hefur gengið ágætlega. Menn eru að ræða saman og reyna að finna lausn á málinu,“ segir Ólafur. Hefur komið eitthvað nýtt frá samninganefnd ríkisins?„Kannski ekki beint nýtt, en svona önnur útfærsla en við höfum séð hingað til,“ segir Ólafur. „Þannig að við erum að skoða það mál og munum funda fram eftir í kvöld.“Er þetta útfærsla sem þið gætuð hugsað ykkur að ganga að?„Ja, við sitjum allavega hér ennþá þannig að það er kannski ákveðin vísbending í því.“ Fundur samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga hefur nú staðið yfir í um níu klukkustundir og segist Ólafur vongóður um að samningur takist. Trúnaðarmannaráð hjúkrunarfræðinga var kallað til fundar skömmu eftir hádegi í dag. „Hljóðið í þeim var ágætt og við bárum undir þau þessi atriði sem við erum að skoða núna. Við fengum þeirra skoðun á málinu og sitjum hér enn. Þannig að það er önnur vísbending um eitthvað þokist áfram,“ segir Ólafur. Samninganefnd BHM kom til fundar með samninganefnd ríkisins klukkan þrjú í dag. Fundurinn stóð í um tíu mínútur og lauk án niðurstöðu en ekki hefur verið boðað til nýs fundar.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21 Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47 Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur. 16. júní 2015 18:21
Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. 21. júní 2015 13:47
Yfir 155 hafa sagt upp hjá LSH Nokkuð var um að hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn Landspítalans sem voru í verkfalli fram að lagasetningu ríkisins um síðustu helgi segðu starfi sínu lausu í gær. Í gær var því fagnað að 100 ár eru síðan konur fengu hér kosningarétt og vildu einhverjir vekja athygli á launamun kynjanna og nýta daginn til að segja upp. 20. júní 2015 07:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22