102 sm hængur veiddist í Árbót í gær Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2015 10:39 Fyrsti fiskurinn úr Árbót í sumar er þessi flotti 102 sm hængur Laxveiðisvæðin opna hvert af öðru þessa dagana og þrátt fyrir mikið vatn víða eru flestar árnar að opna mun betur en í fyrra. Það er nokkuð misjafnt hvenær laxsins er von á svæðunum en það er gott merki þegar vænu laxarnir veiðast snemma. Eitt af þeim svæðum sem var að opna er Árbótarsvæðið í Laxá en þar veiðast gjarnan stórir laxar. Fyrsti laxinn er kominn þar á land og það var Sverrir Þór Skaftason sem veiddi glæsilegann grálúsuga hæng í Höskuldarvíkinni. Sverrir var á urriðaveiðum þegar þessi höfðingi stökk á Black Ghost. Hann var með tíu punda taum og stöng fyrir línu fimm. Baráttan tók tæpa klukkustund og mældist 102cm. Þessi fiskur losar klárlega tuttugu pundin. Það hefur verið góð veiði fyrir neðan Æðafossa og greinilegt að það er mikill fiskur að ganga í ánna. Það verður því gaman að fylgjast með framhaldinu í laxveiðinni. Urriðaveiðin hefur verið góð í vor þrátt fyrir mikla kulda tíð og margir urriðar um og yfir sex pund hafa verið dregnir á land. Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Laxveiðisvæðin opna hvert af öðru þessa dagana og þrátt fyrir mikið vatn víða eru flestar árnar að opna mun betur en í fyrra. Það er nokkuð misjafnt hvenær laxsins er von á svæðunum en það er gott merki þegar vænu laxarnir veiðast snemma. Eitt af þeim svæðum sem var að opna er Árbótarsvæðið í Laxá en þar veiðast gjarnan stórir laxar. Fyrsti laxinn er kominn þar á land og það var Sverrir Þór Skaftason sem veiddi glæsilegann grálúsuga hæng í Höskuldarvíkinni. Sverrir var á urriðaveiðum þegar þessi höfðingi stökk á Black Ghost. Hann var með tíu punda taum og stöng fyrir línu fimm. Baráttan tók tæpa klukkustund og mældist 102cm. Þessi fiskur losar klárlega tuttugu pundin. Það hefur verið góð veiði fyrir neðan Æðafossa og greinilegt að það er mikill fiskur að ganga í ánna. Það verður því gaman að fylgjast með framhaldinu í laxveiðinni. Urriðaveiðin hefur verið góð í vor þrátt fyrir mikla kulda tíð og margir urriðar um og yfir sex pund hafa verið dregnir á land.
Stangveiði Mest lesið Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði