Bestu kylfingar heims ekki sáttir við bandaríska golfsambandið eftir US Open 22. júní 2015 22:45 Ian Poulter var ekki sáttur um helgina. Getty Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en hann lætur bandaríska golfsambandið heyra það í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Mikið hefur verið rætt um ástanda flatanna á Chambers Bay vellinum þar sem US Open fór fram um helgina en Jordan Spieth sigraði á mótinu eftir æsispennandi lokahring.Poulter birtir mynd af flöt á Chambers Bay í færslunni sem er afar löng en þar biður hann um afsökunarbeiðni frá bandaríska golfsambandinu vegna þess hversu hræðilegar flatirnar í mótinu voru. „Ég er ekki að reyna að vera bitur og ég tek það fram að golfvöllurinn var í fínu standi en ef þetta hefði verið venjulegt mót á PGA-mótaröðinni þá hefðu margir þátttakendur pakkað saman á miðvikudeginum og hætt við að spila og farið heim. Flatirnar voru svo slæmar að ég hef ekki séð annað eins á öllum mínum keppnisferli. Bandaríska golfsambandið ætti að skammast sín fyrir hvað þeir gerðu um helgina.“ Margir þátttakendur í mótinu hafa tekið undir með Poulter og gagnrýnt flatirnar, meðal annars Billy Horschel, Chris Kirk, Camilo Villegas, Henrik Stenson, Sergio Garcia og Rory McIlroy en stærsta gagnrýnin kom frá goðsögninni Gary Player sem fór hamförum í sjónvarpsviðtali hjá Golf Channel og sakaði bandaríska golfsambandið hreinlega um að skemma mótið.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira