Bam nennti ekki að kæra og sendi ískaldar kveðjur til Leon Hill Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 19:38 Bam Margera í flugvél á leið frá landinu. Vísir/Instagram Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera lagði ekki fram kæru vegna átaka sem áttu sér stað á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Vísir hafði eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, fyrr í dag að Margera hefði mætt á lögreglustöð til að leggja fram kæru en nú hefur vefur Morgunblaðsins eftir Gunnari að tónlistarmaðurinn hefði ekki haft þolinmæði í að bíða eftir að geta lagt fram kæru og yfirgefið stöðina. Telst því málið úr höndum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem mun ekki aðhafast frekar. Vísir greindi um liðna helgi frá átökunum á hátíðinni en þar var Margera laminn nokkrum sinnum í höfuðið meðal annars af rapparanum Gísla Pálma en tónlistarmaðurinn og einn af skipuleggjendum Secret Solstice, Egill Ólafur Thorarensen, var einnig í miðju átakanna. Margera yfirgaf landið fyrr í dag og skildi eftir þessi skilaboð til umboðsmannsins Leon Hill sem Margera vill meina að sé í skuld við sig. Segir hann Leon bera alfarið ábyrgð á þeim átökum sem áttu sér stað. „Ég þekki enga af þessum íslensku röppurum. Þú lést þá berja mig og þú ert í djúpum skít.“ @rockpublicity A video posted by Bam Margera (@bam__margera) on Jun 22, 2015 at 9:10am PDT Óklárað áverkavottorð með nafni hans fannst fyrir utan flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík fyrr í dag og birti Sigurður Benediktsson myndir af því á Facebook-síðu sinni.Nau nau nau, hvað haldiði að ég hafi fundið í götunni fyrir utan leifstöð í dag? Sýnist þetta vera ókláruð beiðni um á...Posted by Sigurður Benediktsson on Monday, June 22, 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira